Þriðjudagur 08.04.2014 - 14:48 - FB ummæli ()

Siðlaus svindlari í hávegum hafður

Úlfurinn frá Wall Street, Jordan Belfort, er á leið til Íslands til fyrirlestrahalds. Belfort varð frægur af mynd Martin Scorsese er sýndi vel siðleysi og svindilhætti prangarans.

Nú er Íslendingum boðið að kaupa sig inn á fyrirlestur Jordan Beforts um “sölutækni” sína fyrir allt að 50 þúsund krónur á mann.

“Sölutæknin” sem um ræðir hefur fengið söluvænt heiti (“Straight Line Persuasion”!), til að gefa manninum yfirbragð “fagmennsku”.

En aðferð Belforts snýst um ekkert annað en að plata fólk og svíkja með lygum. Koma sparifé fólks í vasa miðlarans. Ræna fólk í björtu á kaldrifjaðan og ákveðinn hátt. Fyrir það hlaut hann á endanum dóm og háar sektir sem hann hefur ekki greitt.

Í Danmörku mun aðgöngumiðinn að lygafyrirlestri Belforts bjóðast á rúmar 7 þúsund krónur. Það þykir ekki eins auðvelt að tæla Dani inn á svona samkomur eins og Íslendinga.

En dapurlegast er auðvitað það sem þetta segir um siðferðisstigið í íslensku viðskiptalífi og samfélagi – þ.e. ef menn mæta á samkomuna í stórum stíl.

Við erum nýkomin út úr braskbólu sem setti þjóðarbúið á hliðina og einkendist af taumlausri græðgi, braski og skuldasöfnun – og vafasömum viðskiptaháttum.

Næsta stopp er lygafyrirlestur hjá siðlausum svindlara. Í auglýsingum verður þetta sjálfsagt kallað stórviðburður í markaðsmálum og sölutækni!

 

Síðasti pistill: Dagsverk – 3000 leiguíbúðir í Reykjavík

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar