Miðvikudagur 30.04.2014 - 00:07 - FB ummæli ()

Ójöfnuður – stærsta mál samtímans?

Screenshot 2014-04-29 23.17.09

Áhugaverð málstofa í HÍ á föstudag

EDDA – Öndvegissetur, í samstarfi við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands, stendur fyrir opnu málþingi um þróun ójafnaðar í nútímanum, föstudaginn 2. maí, kl. 14-17 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Málþingið fer fram á ensku.

Ójöfnuður hefur verið að aukast í vestrænum samfélögum frá um 1980 og er nú víða orðinn eitt stærsta viðfangsefni þjóðmálaumræðunnar. Fræðimenn og alþjóðlegar stofnanir hafa kortlagt þróunina og stjórnmálamenn láta sig málið varða í auknum mæli.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði nýlega að ójöfnuður væri stærsta mál samtímans. Kreppan hefur víða aukið ójöfnuð og fátækt. Nýjar bækur um ójöfnuð frá höfundum á borð Joseph Stiglitz og nú síðast frá Thomas Piketty vekja mikinn áhuga.

Tilefni málstofunnar er heimsókn ungs prófessors frá Harvard háskóla í Bandaríkjunum, Jason Beckfield, sem vinnur að rannsókn á þróun ójafnaðar í Evrópu. Jason Beckfield mun fjalla um hvort samfélag jafnaðar heyri nú sögunni til í Evrópu.

Auk Jasons Beckfields munu Stefán Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands, Sigrún Ólafsdóttir dósent við Boston Háskóla og Jón Gunnar Bernburg prófessor við Háskóla Íslands flytja erindi. Stefán fjallar um þróun ójafnaðar á Íslandi fyrir og eftir hrun, en Sigrún og Jón Gunnar fjalla um viðhorf íbúa Evrópu til ójafnaðar.

Málþingið er öllum opið.

Hér er dagskráin.

 

Síðasti pistill: Dvöl við Parísarháskóla

 

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar