Fimmtudagur 01.05.2014 - 12:33 - FB ummæli ()

Tekjur ríka fólksins á Íslandi

Bóluhagkerfið á Íslandi sem hófst um 1998 og náði hamarki frá 2003 til 2008 var gríðarleg gósentíð fyrir hátekjufólk á Íslandi. Þetta var stærsta bóluhagkerfi sögunnar.

Tekjur þeirra ríkustu ruku upp úr öllu valdi og urðu með þeim allra hæstu í Evrópu. Þetta má sjá í nýlegum gögnum frá Eurostat, sem sýnd eru á myndinni hér að neðan.

Slide1

Raunverulegar ráðstöfunartekjur tekjuhæsta eins prósentsins í Evrópu-löndum, meðaltal 2005 til 2007 (kaupmáttarjafnað). Heimild: Eurostat (söluhagnaður undanskilinn, en hann var óvenju hár á Íslandi).

Einungis ríka fólkið í Lúxemborg var með hærri ráðstöfunartekjur en ríka fólkið á Íslandi, á hátindi bóluáranna, 2005 til 2007. Ríka fólkið í Sviss var lítillega lægra en kollegar þeirra á Íslandi á þessum tíma.

Samt eru háu tekjurnar á Íslandi meira vantaldar en í hinum löndunum. Hvers vegna voru þær meira vantaldar hér?

Jú, vegna þess að brasktekjur (capital gains – söluhagnaður) voru meiri hér en í nokkru öðru landi. Það var vegna hinnar óvenju stóru spákaupmennskubólu sem hér var og einstakra skattfríðinda hátekjufólks. Einnig virðast íslenskir hátekjumenn hafa notað skattaskjól meira en kollegar þeirra í öðrum vestrænum löndum.

Það hversu margir hátekjumenn græddu gríðarlega á braski bóluáranna skýrir hvers vegna Ísland fór svo illa afvega og hrundi á endanum – hvers vegna þetta gekk svo langt. Hætta er á að of margir vilji endurtaka leikinn á ný. Ofsagróðinn mun áfram freista.

 

Athyglisverð málstofa á morgun í Þjóðminjasafninu

Þetta er meðal efnis sem ég mun fjalla um á ráðstefnu EDDU-Öndvegisseturs í fundarsal Þjóðminjasafnsins á morgun (Ójöfnuður – stærsta mál samtímans?).

Efni mitt er „Þróun háu teknanna á Íslandi – fyrir og eftir hrun“.

Dagskráin er mjög athyglisverð, ekki síst fyrirlestur Bandaríkjamannsins Jason Beckfield sem mun spyrja hvort samfélag jafnaðarins heyri nú sögunni til í Evrópu.

Þá fjalla Sigrún Ólafsdóttir og Jón Gunnar Bernburg um viðhorf til ójafnaðar í Evrópu og á Íslandi.

Málþingið er í fundarsal Þjóðminjasafnsins kl. 14 á morgun, föstudag. Málþingið fer fram á ensku.

Allir eru velkomnir.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar