Fimmtudagur 05.06.2014 - 22:36 - FB ummæli ()

Á að auðvelda skattsvik í ferðaþjónustu?

Ferðaþjónustan hefur tvöfaldast að umfangi á tiltölulega stuttum tíma, án þess að skatttekjur af henni hafi aukist samsvarandi. Skatttekjur og útflutningstekjur á hvern ferðamann hafa dregist saman.

Ástæðan hlýtur að vera aukin undanskot frá skatti.

Nýleg skýrsla frá Rannsóknarstofnun atvinnulífsins við Háskólann á Bifröst um skattsvik í ferðaþjónustu staðfestir einmitt það, aukin skattsvik í ferðaþjónustunni á síðustu árum.

Í þessu samhengi er undarlegt að heyra hvernig Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hugsar sér umbætur í reglugerðarumhverfi og eftirliti með ferðaþjónustunni (í Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum).

Hún boðar aukið frelsi og aukið traust í garð ferðaþjónustunnar. Ætlar að einfalda regluverk og starfsumhverfi ferðaþjónustunnar. Hún segir breytingarnar verða…

“…í þeim anda að draga úr tálmunum við því að starfsemi hefjist, svo sem vegna leyfisveitinga, vottorða og umsagna stjórnvalda. Atvinnulífinu verði í grunninn sýnt traust til að reka sína starfsemi samkvæmt lögum og reglum.

Hins vegar verði lögbundnar öryggisreglur sem fyrirtækjunum verði skylt að uppfylla og beitt viðurlögum í stað kæru til lögreglu ef útaf verði brugðið.”

Hugsun ráðherra er augljóslega sú, að auka frelsi og sjálfræði ferðaþjónustunnar, einfalda skráningarferla fyrir leyfisveitingar og vona svo að þeir sem starfa svart muni hætt því.

Opna bara nýja gátt á netinu (í stað tveggja eða þriggja skráningaraðila) og þá muni svarta starfsemin skila sér og atvinnurekendur glaðir greiða sinn skatt! Svo ætlar hún að draga úr refsingum.

Þetta hljómar fallega – eða þannig. Það á að treysta skattsvikurum!

Er það líklegt til að draga úr skattsvikum?

Þetta er svolítið eins og að bjóða áfengissjúklingum auðveldari aðgang að fríu áfengi til að draga úr áfengissýki!

 

Frjálshyggja Sjálfstæðisflokksins – enn á fullri ferð

Hugsun ráðherrans er reyndar í takti við auðmannadekur frjálshyggjunnar í Sjálfstæðisflokknum. Gera allt fyrir atvinnulífið og braskara. Auka frelsi þeirra.

Sjálfstæðismenn vilja alltaf veikja “eftirlitsiðnaðinn”.

Við vitum ósköp vel hverju slíkt skilar: Auknum undanskotum. Auknum skattfrjálsum gróða. Stækkun svarta hagkerfisins. Freistnivandinn sem plagar framtaksmenn mun skila því.

Vel má vera skynsamlegt að einfalda starfsumhverfi, en ekkert kemur í stað alvöru eftirlits til að draga úr skattsvikum.

Vonandi er ráðherrann með einhver alvöru áform um að draga úr skattsvikum í ferðaþjónustu og öðrum greinum.

Það jafnar samkeppnisstöðu milli heiðarlegra og óheiðarlegra atvinnurekenda og gerir umhverfi atvinnulífsins og samfélagsins heilbrigðara.

 

Síðasti pistill: Kvótinn rústar landsbyggðinni

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar