Miðvikudagur 04.06.2014 - 12:19 - FB ummæli ()

Nú má segja satt um skatta!

Á árunum fyrir hrun sýndi ég með opinberum gögnum hvernig skattbyrði hátekjufólks og fyrirtækjaeigenda hafði lækkað frá um 1995 til 2007, um leið og skattbyrði lægri tekjuhópa hækkaði.

Aukna skattbyrðin var mest hjá allra tekjulægstu hópunum, lífeyrisþegum og láglaunafólki.

Síðan eftir hrun breytti ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms skattbyrðinni og þyngdi hana hjá tekjuhæstu hópunum og fyrirtækjaeigendum, þ.m.t. fjármagnstekjuskattinn. Um leið var skattbyrði lægri og millitekju hópa lækkuð eða stóð í stað.

Jöfnuður jókst vegna breyttrar skatta- og bótastefnu ríkisstjórnarinnar.

Þessi aukning skattbyrðarinnar á hærri tekjuhópa var ekki sérlega mikil í sögulegu samhengi og færði ástandið einungis nær því sem verið hafði í kringum 1995.

Tekjuskattbyrðin í heild var áfram nálægt meðaltali OECD.

Ég sætti mikilli gagnrýni frá hægri stjórnmálamönnum, atvinnurekendum og ekki síst frá róttækum frjálshyggjumönnum. Einnig frá Mogganum og Viðskiptablaðinu.

Þessir aðilar trekktu upp áróður um gríðarlegar skattahækkanir vinstri stjórnarinnar og sögðu skattbyrði á Íslandi vera orðna þá hæstu í heimi!

Það var alltaf fjarri því að vera satt.

Í morgun var hins vegar frétt í Viðskiptablaðinu um að tekjuskattbyrði á Íslandi væri undir meðaltali OECD ríkjanna (sjá hér).

Nú er sem sagt orðið í lagi að segja satt um skattbyrðina á Íslandi!

 

Síðasti pistill: Það sem vinstri menn ættu að gera í Reykjavík

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar