Laugardagur 27.09.2014 - 14:55 - FB ummæli ()

Vill Bjarni nýjar upplýsingar um skattsvik?

Það sætir tíðindum að íslenskum stjórnvöldum bjóðast nú upplýsingar um skattaundanskot íslenskra aðila, sem hafa fleytt umtalsverðu fé í erlend skattaskjól, í gegnum Lúxemborg.

Það eru án efa efnamenn og útrásarvíkingar sem þarna hafa verið að verki.

Skattrannsóknarstjóri segir að þetta séu gagnlegar upplýsingar um talsverðan fjölda einstaklinga. Því gæti verið um alvöru fjárhæðir að ræða.

Þarna gætu legið umtalsverðar tekjur fyrir ríkissjóð, sem nota mætti til að efla illa stadda heilbrigðisþjónustu okkar.

Þýsk stjórnvöld hafa nýtt sér slíkar upplýsingar, einnig dönsk stjórnvöld. Það hefur skilað góðum árangri.

Fyrrverandi fjármálaráðherra mælir með notkun þessara gagna, að gefnum skilyrðum um gæði.

Hvers vegna skyldi Bjarni Benediktsson núverandi fjármálaráðherra ekki vilja nýta slíkar upplýsingar í þágu almennings og skattasiðferðis í landinu?

Stjórnvöld beita öllum tiltækum ráðum til að ná skattsvikurum hér á landi. Sama hlýtur að gilda um þá er flytja fé í erlend skattaskjól – jafnvel enn frekar.

Þarna bjóðast sem sagt gögn um meint lögbrot.

Bjarni Benediktsson hlýtur að þiggja boð um slíkar upplýsingar með þökkum – og nýta í þágu almennings.

 

Síðasti pistill:   Matur er of dýr – líka fyrir millistéttina

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar