Formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda minnir okkur nú á, að umtalsverð lækkun bensíns á heimsmarkaði er ekki að skila sér að fullu til neytenda á Íslandi.
Þetta hefur verið svona eins lengi og elstu menn muna.
Bensínverð hækkar alltaf fyrirhafnarlaust af minnsta tilefni, en lækkar hægt eða alls ekki – þó ærin tilefni séu til.
Hvers vegna er þetta?
Jú, það er einfaldlega vegna þess að eigendum og stjórnendum olíufélaganna finnst að þeir sjálfir eigi frekar að njóta verðlækkana á heimsmarkaði en neytendur.
Neytendur eigi fyrst og fremst að njóta verðhækkana! Þetta virðist vera algengt hugarfar meðal kaupmanna á Íslandi.
Hvers vegna ættum við þá að trúa því að fyrirhugaðar lækkanir á vörugjöldum og efra þrepi í virðisaukaskattkerfinu muni skila sér til neytenda?
Hækkun matarskatts og bókaskatts mun hins vegar ná ofan í buddu okkar um leið.
Eins og venjulega!
Fyrri pistlar