Sunnudagur 09.11.2014 - 10:00 - FB ummæli ()

Hví lækkar bensínið ekki meira?

Formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda minnir okkur nú á, að umtalsverð lækkun bensíns á heimsmarkaði er ekki að skila sér að fullu til neytenda á Íslandi.

Þetta hefur verið svona eins lengi og elstu menn muna.

Bensínverð hækkar alltaf fyrirhafnarlaust af minnsta tilefni, en lækkar hægt eða alls ekki – þó ærin tilefni séu til.

Hvers vegna er þetta?

Jú, það er einfaldlega vegna þess að eigendum og stjórnendum olíufélaganna finnst að þeir sjálfir eigi frekar að njóta verðlækkana á heimsmarkaði en neytendur.

Neytendur eigi fyrst og fremst að njóta verðhækkana! Þetta virðist vera algengt hugarfar meðal kaupmanna á Íslandi.

Hvers vegna ættum við þá að trúa því að fyrirhugaðar lækkanir á vörugjöldum og efra þrepi í virðisaukaskattkerfinu muni skila sér til neytenda?

Hækkun matarskatts og bókaskatts mun hins vegar ná ofan í buddu okkar um leið.

Eins og venjulega!

 

Síðasti pistill:  Læknar eiga að fá sérmeðferð

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar