Miðvikudagur 03.12.2014 - 09:58 - FB ummæli ()

Sigmundur Davíð vill lækna og Landsspítala í forgang

Forsætisráðherra hefur a.m.k. tvisvar sinnum hreyft því á Alþingi að læknar fái sérmeðferð í kjarasamningum.

Það er nauðsynlegt. Þjóðir er því líka samþykk.

Að gera Ísland samkeppnishæft fyrir lækna er forsenda þess að áfram verði ásættanlegt að búa hér á landi.

Framsóknarmenn hafa einnig lagt áherslu á að auka nú fjárveitingar til reksturs Landsspítalans, sem og til byggingar nýs Landsspítala og annarra þátta opinberrar heilbrigðisþjónustu.

Þetta eru réttu áherslurnar fyrir flokk sem vill vera velferðarflokkur, er setur mikilvægustu mál almennings í forgang.

Annað er uppi í Sjálfstæðisflokknum. Þar eru menn enn fastir í frjálshyggjuöfgunum sem Hannes Hólmsteinn flutti inn frá klappstýrum amerískra auðmanna. Þeir boða fátt annað en aukna einkavinavæðingu og auðræði, sem er einungis til hagsbóta fyrir þá allra ríkustu.

Niðurrif opinberrar heilbrigðisþjónustu er draumur þessara frjálshyggjumanna. Í staðinn vilja þeir sjá aukinn einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni, að bandarískri fyrirmynd.

Það er vel reynd leið sem skilar þeim ríkustu mjög góðri þjónustu en öðrum takmarkaðar eða engar sjúkratryggingar og annars flokks þjónustu. Samt kostar bandaríska heilbrigðiskerfið um 50% meira en norræn kerfi sem ná mun betri árangri fyrir almenning.

Fátt er mikilvægara fyrir Framnsóknarmenn en að kokgleypa ekki frjálshyggju Sjálfstæðismanna hráa, eins og gerðist á tíma Halldórs Ásgrímssonar.

Það varð þjóðinni dýrt.

Sem betur fer virðist annað vera uppi á tengingnum í Framsókn nú.

Sigmundur Davíð og hans lið ítreka velferðaráherslur flokksins og reyna að vinna þeim framgang, þó Sjálfstæðismenn flækist fyrir og hafi önnur og háskalegri áform.

Nú þarf að stöðva niðurrif  frjálshyggjuhirðarinnar og leysa læknaverkfallið.

Það er í þágu þjóðarinnar.

 

Síðasti pistill:  Hlægilegur náttúrupassi

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar