Haustið 2013 kom út hjá hinni virtu Stanford University Press útgáfu í Bandaríkjunum bókin Income Inequality: Economic Disparities and the Middle Class in Affluent Countries.
Luxembourg Incomes Study setrið í Lúxemborg (LIS), einn helsti vettvangur alþjóðlegra rannsókna á tekjuskiptingu, stóð að bókinni.
Ég og Arnaldur Sölvi Kristjánsson hagfræðingur eigum kafla í henni, þar sem fjallað er um samband milli bóluhagkerfisins, hrunsins og tekjuskiptingarinnar á Íslandi.
Við erum þarna í félagsskap með mörgum fremstu sérfræðingum heimsins í tekjuskiptingarrannsóknum. Ekki skemmir heldur að við höfum fengið mjög góð viðbrögð við rannsókn okkar.
Síðasta sumar birtust dómar um bókina í fagtímaritum, m.a. í American Journal of Sociology, sem er eitt virtasta fræðatímarit þjóðfélagsfræðinnar.
Hér má sjá dóminn, sem er mjög jákvæður og aðstandendum bókarinnar til mikillar ánægju:
Fyrri pistlar