Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra hefur látið búa til nokkur ný frumvörp um skipan húsnæðismála og húsnæðisbóta.
Markmið þessara frumvarpa er að taka á hinum gríðarlega vanda sem er á húsnæðismarkaði í kjölfar hrunsins.
Bæði þarf að tryggja betur framboð húsnæðis fyrir ungt fólk og fólk með lægri- og millitekjur og bæta sérstaklega stöðu leigjenda.
Þetta kallar á nýja skipan húsnæðismála – hvorki meira né minna.
Málin hafa tafist í fjármálaráðuneytinu.
Spurningin er hvort Sjálfstæðismenn ætli að standa í vegi fyrir nauðsynlegum umbótum ráðherrans á þessu sviði?
Þar á bæ gætir oft fyrirstöðu til framfara á sviði velferðarmála. Umhyggja fyrir verktökum og hátekjufólki er iðulega nærtækari í huga Valhallar-manna.
Grannt verður því fylgst með framgangi húsnæðismálanna.
Ef vel tekst til verður þetta mikil skrautfjöður í hatti stjórnvalda.
Fyrri pistlar