Laugardagur 11.04.2015 - 11:26 - FB ummæli ()

Hundruð milljarða í útgönguskatt?

Ræða Sigmundar Davíðs á flokksþingi Framsóknarflokksins hefur eðlilega vakið mikla athygli. Enda reifaði hann athyglisverð áform.

Að sumu leyti skerpir Sigmundur á mun sem er milli stjórnarflokkanna, sem er eðlilegt og æskilegt að liggi fyrir með skýrum hætti.

Andstaða Framsóknar við einkavæðingu Landsvirkjunar er til dæmis afar mikilvæg. Vilji forsætisráðherra til að leggja höfuðáherslu á kjarabætur fyrir lægri og milli tekjuhópa og áform um umbætur í velferðarmálum sömuleiðis.

Einna mesta athygli vakti þó yfirlýsing forsætisráðherra um væntanleg skref til afnáms gjaldeyrishafta með útgönguskatti – eða “stöðugleikaskatti” eins og ráðherrann kallar það nú.

Það er lífsspursmál fyrir þjóðina að afnám hafta verði ekki til að fella gengi krónunnar mikið, með nýrri kjaraskerðingu og hækkun skulda heimilanna.

Sennilega er það líka lífsspursmál fyrir ríkisstjórnina að afnám haftanna raski ekki stöðugleika. Með því færi þjóðin stór skref til baka og uppskera liðinna missera færi fyrir lítið. Þjóðin myndi ekki sætta sig við slíkt áfall.

Kröftugur útgönguskattur mun því gegna lykilhlutverki við að verja stöðugleika, nema ef samningar tækjust við kröfuhafa um hundruða milljarða eftirgjöf krónueigna.

Viðbúið er að íslenskir efnamenn vilji líka flytja mikið fé úr landi við afnám hafta og er mikilvægt að útgönguskattur eða eftirgjöf krónueigna, sem urðu til með ósjálfbærum hætti í bólunni, gangi jafnt yfir þá og erlenda kröfuhafa.

Vonandi bera vinstri menn á þingi gæfu til að fylgja fordæmi Ögmundar Jónassonar, Lilju Mósesdóttur og InDefence-manna og styðja álagningu hás útgönguskatts eða stífa samninga um eftirgjöf krónueigna samhliða einhverju afnámi gjaldeyrishafta.

Annað væru mikil mistök.

Hundruð milljarða tekjuauki ríkissjóðs væri eðlileg bót fyrir það tjón sem fjármálageirinn olli samfélaginu og myndi koma sér vel til lækkunar skulda hins opinbera – og/eða til umbóta í velferðarmálum.

 

Síðasti pistill: Ögurstund í húsnæðismálum

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar