Þriðjudagur 14.04.2015 - 22:31 - FB ummæli ()

Hefur HB Grandi efni á kauphækkun?

Starfsgreinasambandið krefst 300 þúsund króna lágmarkslauna fyrir lágtekjufólk í fiskvinnslu (sem á að nást á þremur árum).

Til að koma lægstlaunaða fiskvinnslufólkinu upp í 300 þúsund króna grunnlaun á mánuði þarf um 80 þúsund króna hækkun, þ.e. um 33% hækkun.

Grandi var nýlega að hækka stjórnarlaun um 33% (sjá hér).

Hefur HB Grandi efni á að hækka laun fiskvinnslufólks um 80 þúsund krónur á mánuði?

Hagnaður fyrirtækisins árið 2014 var um 5600 milljónir króna (5,6 milljarðar), skv. ársreikningi.

Hjá HB Granda starfa alls 920 manns. Ef þeir fengju allir flata 80 þúsund króna hækkun mánaðarlegra launa myndi það kosta fyrirtækið innan við 900 milljónir króna á ári. (Ef hækkuin kæmi bara til landvinnslufólks þá væri kostnaðurinn varla yfir 300 milljónum.)

Um 900 milljónir eru bara brot af hagnaði síðasta árs, eða 16% af hagnaðinum. Um 300 milljónir eru nálægt 5% af hagnaði síðasta árs.

Ef slík 80 þús. kr. kauphækkun hefði verið greidd á síðasta ári hefði hagnaður ársins orðið 4700 milljónir króna í stað 5600 milljóna.

Pældu í því!

Fyrirtækið hefði eftir sem áður getað greitt eigendum um 2,7 milljarða í arð fyrir árið 2014 (eins og þeir gerðu) og haldið að auki um 2 milljörðum eftir til eignaaukningar inni í fyrirtækinu.

Arðgreiðslan til eigenda nú er um þrisvar sinnum meira en kostnaðurinn af 80 þúsund króna hækkun til 920 starfsmanna. Hve margir skyldu þiggjendur arðsins vera?

Arðsemi sjávarútvegs er svo mikil þessi árin, eftir hinar miklu gengisfellingar hrunáranna, að fyrirtæki þar geta greitt miklu hærri laun til starfsfólksins.

Kjarasamningur með 80.000 króna flata launahækkun á alla starfsmenn strax kostar HB Granda hf. bara smápening, í samanburði við hagnað síðasta árs.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar