Miðvikudagur 13.01.2016 - 13:36 - FB ummæli ()

Frosti er rödd skynseminnar

Frosti Sigurjónsson, formaður Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, hefur ítrekað komið fram sem talsmaður þess að við lærum af hruninu og förum varlega í uppbyggingu fjármálakerfisins.

Hann hefur til dæmis talað fyrir því að ekki eigi að fara of geist í að einkavæða ríkisbanka. Ef menn vilji fá hámarksverð til skattgreiðenda fyrir eignarhluti í Landsbankanum þá sé ekki rétti tíminn á næstunni til að selja.

Ef selt er með hraði fyrir næstu kosningar, sem fjármálaráðherra virðist stefna að, er mikil hætta á að hagsmunum almennings verði fórnað. Ef selt er til útlendinga mun hagnaður bankans flytjast úr landi og þrýsta á gengi krónunnar til lengri tíma.

Nær væri að selja eignir út úr bankanum fyrir allt að 60 milljarða í ár og á næsta ári, segir Frosti, og halda eignarhluta ríkisins lengur. Slík upphæð færi langleiðina með að borga fyrir nýjan Landsspítala.

Frosti hefur einnig talað fyrir því að ríkið einfaldlega eigi Landsbankann áfram og beiti honum til að efla samkeppni milli banka, veita aðhald og lækka íslenska vexti, sem lengi hafa verið þeir hæstu í heimi. Það væru góð markmið.

Frosti kallar slíkan banka “samfélagsbanka”. Samfélagsbanki hefur samkeppnishlutverk og stefnir að hóflegum hagnaði – en ekki hámarkshagnaði.

Framsóknarflokkurinn hefur samþykkt þessi sjónarmið sem Frosti talar fyrir. Þau sjónarmið eiga mikið erindi inn í íslenskt umhverfi.

Reynslan af einkavæðingu bankana 2003 var svo skelfileg að okkur ber skylda til að fara varlega. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar ekki skrifað upp á nein varúðarsjónarmið af þessum toga.

Sjálfstæðismenn vilja einkavæða til vildarvina sem allra fyrst og hámarka frelsi einkagróðaafla til að fara sínu fram. Reynslan kennir okkur að hagsmunir almennings voru fyrir borð bornir síðast þegar það var gert – svo um munaði!

Við eigum því að hlusta á raddir skynseminnar.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar