Miðvikudagur 23.11.2016 - 14:13 - FB ummæli ()

Arðsamt að eiga illa rekinn banka

Ríkisendurskoðun hefur staðfest viðamikil afglöp við sölu eigna út úr Landsbankanum frá 2010 til 2016 (sjá hér).

Enginn skilur hvers vegna þetta var gert með þeim hætti að eigandinn, íslenska ríkið (almenningur), hafi orðið af umfangsmiklum söluhagnaði.

Enginn skilur heldur hvers vegna helstu stjórnendum bankans er áfram sætt við stjórnvölinn.

Þetta er auðvitað afleitt.

En er samt eitthvert ljós í þessu myrkri?

Jú, það borgar sig samt að eiga þennan banka, þó stjórnendur hans haldi fádæma illa á málum hans.

Bankarekstur í hávaxtalandinu Íslandi er svo arðsamur að eigið fé bankans hefur vaxið ört, enda skilar hann tugum milljarða hagnaði á ári hverju.

Ríkið getur nú leyst hluta eiginfjárins í ríkisbönkunum tveimur til sín (ca. 100-120 milljarða strax) og notað það til að byggja upp nýjan Landsspítala og hjúkrunarheimili um allt land – jafnvel vegi líka (sjá hér).

Svo getur ríkið síðar einnig selt einhvern hluta af tveimur bönkum sínum og fjármagnað önnur góð verk.

Lexían af þessu er eftirfarandi:

  1. Þó stjórnendur banka séu staðnir af því að reynast illa hæfir til starfa sinna þá fær ekkert haggað ráðningu þeirra.
  1. Svo vel er að bönkum á Íslandi búið að þeir stórgræða þó mörgu sé þar illa klúðrað.
  1. Á meðan svona vel er búið að íslensku bönkunum væri algjört glapræði fyrir okkur skattgreiðendur að selja ríkisbankana.

Fyrst ætti að skera kerfið niður, endurstilla það – og stórlækka vaxtastigið í landinu.

Síðan mætti skoða sölu einhverra hluta í ríkisbönkunum.

 

Síðasti pistill:  Valkostir VG

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar