Sunnudagur 19.02.2017 - 12:05 - FB ummæli ()

Stjórnvöld stóðu í lappirnar

Því má fagna að stjórnvöld stóðu í lappirnar í kjaradeilu útvegsmanna og sjómanna.

Útvegsmenn og helstu þingmenn þeirra á Alþingi kröfðust þess að hluti af launakostnaði sjómanna yrði færður yfir á herðar almennra skattgreiðenda.

Sú hugmynd er vægast sagt ævintýraleg í ljósi gríðarlegs hagnaðar útvegsmanna á síðustu 5 árum og mikillar eignamyndunar í fyrirtækjum þeirra. En þeir sem mest fá kunnar sér ekki hóf, eins og oft vill vera. Græðginni halda engin bönd.

Vegna fyrirstöðu stjórnvalda varð niðurstaðan hins vegar sú, að útvegsmenn greiða að fullu fæðiskostnað sjómanna á veiðum, auk þess að greiða einnig kostnað við hlífðarfatnað. Nokkrar kjarabætur eru einnig í öðrum þáttum samningsins.

Mér finnst það raunar vitnisburður um slælega frammistöðu sjómannaforystunnar á fyrri árum að hafa ekki fyrir löngu komið kostnaði af fæði og hlífðarfatnaði að fullu yfir á útvegsmenn.

Niðurstaða kjarasamninganna er í senn eðlileg og sjómönnum hagstæð.

Að niðurgreiða launakostnað einkafyrirtækja með skattfríðindum er leið sem á að heyra fortíð til.

Þessi deila var nokkurs konar prófsteinn á staðfestu ráðherra Viðreisna gagnvart yfirgangi og forréttindum útvegsmanna.

Vonandi boðar þessi frammistaða Viðreisnar áframhaldandi starf að heilbrigðari virkni kvótakerfisins og hækkun veiðigjalda, svo þjóðin geti sætt sig við kerfið.

 

Síðasta grein:  Gammar ásælast eignir okkar

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar