Laugardagur 10.03.2018 - 10:24 - FB ummæli ()

Góðærið á fullu

Ég hef fjallað um það áður, að Íslendingum hefur gengið vel að komast út úr hruninu (sjá t.d. hér).

Hrunið var eitt það stærsta í alþjóðlegu fjármálakreppunni sem hófst á árinu 2008 en afleiðingarnar urðu ekki þær verstu.

Ég vinn nú að alþjóðlegu rannsóknarverkefni um það hvernig fjármálakreppan hafði áhrif á lífskjör 30 Evrópuþjóða, hvernig velferðarkerfin milduðu áhrif kreppunnar og hvernig viðbrögð stjórnvalda skiptu máli – til góðs eða ills.

Með mér eru 10 þekktir rannsóknarmenn á sviðinu, 2 innlendir og 8 erlendir. Við munum gefa út bók um verkefnið síðar á árinu, hjá Oxford University Press.

Þetta verður allt kynnt síðar. En í íslenska umhverfinu virðist ríkja heilmikið góðæri um þessar mundir.

Ár kreppu og doða eru að baki. Byggingakranar teygja sig til himins í öllum hverfum höfuðborgarsvæðisins, laun hafa hækkað og atvinnuleysi er orðið með minnsta móti á ný.

Innflutningur erlends vinnuafls hefur aldrei verið meiri en á síðasta ári. Meiri en árið 2007 – pælið í því!

Þessu fylgir einnig hækkun húsnæðisverðs og húsaleigu (sjá hér) og það er á því sviði sem helst skyggir á, einkum eins og það snýr að yngra fólki og þeim sem hafa lægri tekjur.

Vonandi tekst að haga málum þannig á uppsveiflunni næstu misserin að allir njóti kjarabata á svipaðan hátt. Það tryggir félagslegan stöðugleika til framtíðar og gott samfélag í landinu.

Góðærið fyrir hrun var fyrst og fremst góðæri þeirra sem best voru staddir fyrir.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar