Í fjölmiðlum hefur undanfarið verið sagt frá því að ríkasti maður Bretlands sé stór landeigandi á Íslandi.
Hann á Grímsstaði á fjöllum og ýmsar jarðir við laxveiðiár. Fleiri dæmi eru um slíkt.
Þetta er eitt af því sem hnattvæddur kapítalismi án landamæra bíður uppá.
Fyrir erlenda sem innlenda auðjöfra er lítið mál að eignast flestar verðmætustu landspildur og auðlindir á Íslandi.
Sjálfsagt eru talsverðar líkur á að það gerist – að öðru óbreyttu.
Peningaöflin reyna iðulega að leggja allt undir sig.
Mér finnst hins vegar æskilegast að landið sé sem mest í dreifðri eign, en ekki í eigu örfárra auðmanna og greifa.
Og ég vil hafa hálendið, orkulindir og helstu náttúruperlur í sameiginlegri eign þjóðarinnar.
Hver er hinn kosturinn? Jú, hann er sá að auðmenn eigi allt og ráði öllu í landinu. Sumir tala fyrir slíkri skipan – einkum nýfrjálshyggjufólk og hægri róttæklingar.
En það er alls ekki spennandi fyrir íslenska þjóð að stórir hutar landsins og þeirra náttúruverðmæta sem hér eru séu í eigu og ráðstöfun fárra yfirstéttarmanna – hvort sem þeir eru innlendir eða erlendir.
Hvað finnst ykkur?
Fyrri pistlar