Þriðjudagur 15.05.2018 - 11:01 - FB ummæli ()

Hverjir ættu að eiga Ísland?

Í fjölmiðlum  hefur undanfarið verið sagt frá því að ríkasti maður Bretlands sé stór landeigandi á Íslandi.

Hann á Grímsstaði á fjöllum og ýmsar jarðir við laxveiðiár. Fleiri dæmi eru um slíkt.

Þetta er eitt af því sem hnattvæddur kapítalismi án landamæra bíður uppá.

Fyrir erlenda sem innlenda auðjöfra er lítið mál að eignast flestar verðmætustu landspildur og auðlindir á Íslandi.

Sjálfsagt eru talsverðar líkur á að það gerist – að öðru óbreyttu.

Peningaöflin reyna iðulega að leggja allt undir sig.

Mér finnst hins vegar æskilegast að landið sé sem mest í dreifðri eign, en ekki í eigu örfárra auðmanna og greifa.

Og ég vil hafa hálendið, orkulindir og helstu náttúruperlur í sameiginlegri eign þjóðarinnar.

Hver er hinn kosturinn? Jú, hann er sá að auðmenn eigi allt og ráði öllu í landinu. Sumir tala fyrir slíkri skipan – einkum nýfrjálshyggjufólk og hægri róttæklingar.

En það er alls ekki spennandi fyrir íslenska þjóð að stórir hutar landsins og þeirra náttúruverðmæta sem hér eru séu í eigu og ráðstöfun fárra yfirstéttarmanna – hvort sem þeir eru innlendir eða erlendir.

Hvað finnst ykkur?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar