Föstudagur 25.05.2018 - 09:24 - FB ummæli ()

Mistök Eyþórs og sirkús Vigdísar

Mér sýnist að Dagur og félagar muni halda völdum í borginni.

Núverandi meirihluti er einfaldlega einn um að hafa einhverja vitræna framtíðarsýn fyrir þróun borgarinnar. Borgarlínan er kjarninn í þeirri sýn.

Sjálfstæðismenn hafa ekki náð vopnum sínum. Þar ráða miklu þau mistök sem Eyþór hefur gert. Hér má nefna þrjú (en þau eru fleiri):

  • Hann hafnaði borgarlínunni, sem öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins voru búin að samþykkja og gera að sinni framtíðarsýn. Líka Sjálfstæðismenn í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, á Seltjarnarnesi og víðar – og einnig konan í öðru sæti á lista Eyþórs!
  • Eyþór og konan í öðru sæti, Hildur Björnsdóttir, bjóða leikskólavist fyrir öll börn 18 mánaða og eldri. En lið Dags er að nálgast það markmið nú þegar og stefna á vistun fyrir öll börn 12 mánaða og eldri.
  • Eyþór bauð upp á friðun Elliðaárdals. En þá kom í ljós að Dagur hafði fengið það í gegn fyrir 4 árum síðan! Búið spil!

Eyþór og hans fólk í Sjálfstæðisflokknum virðast hafa lítið sem ekkert fram að færa.

Vigdís Hauks og Miðflokkurinn yrðu helstu samstarfsmenn Sjálfstæðisflokks ef til kæmi.

En þau hafa heldur ekkert fram að færa. Þess vegna hefur Vigdís lagt áherslu á glaðlegan fíflaskap í kosningabaráttunni.

Ef menn vilja meiri fíflaskap inn í borgarstjórnina þá kjósa þeir Vigdísi.

Og ef menn vilja afturför í samgöngumálum, leikskólamálum og umhverfisvernd og einkarekna grunnskóla þá kjósa þeir Eyþór og uppstillingu hans.

Sjálfstæðismenn bjóða líka upp á markaðslausnir í húsnæðismálum, með fjárfesta í lykilhlutverkum. Pælið í því!

En það er einmitt markaðurinn sem hefur brugðist hrikalega í húsnæðismálunum, með því að fjárfestarnir hafa keyrt leigu og íbúðaverð upp í allra hæstu hæðir.

Á sama tíma hefur Sjálfgræðismaðurinn í fjármálaráðuneytinu lækkað vaxtabæturnar niður úr öllu valdi, svo ungt fólk á enga kosti í húsnæðismálum. Stóraukinn húsnæðiskostnaður étur upp kaupmátt yngra fólksins.

Dagur og Co hefðu að vísu getað gert betur á síðasta kjörtímabili – en þau eru einfaldlega skársti kosturinn sem nú er í boði.

 

Síðasti pistill:  Hattarnir og hástéttin í Bretlandi

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar