Þriðjudagur 30.04.2019 - 16:17 - FB ummæli ()

ASÍ gegn orkupökkum

Það sætir tíðindum að ASÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem tekin er eindregin afstaða gegn frekari markaðsvæðingu orkugeirans, en það er yfirlýst markmið ESB með innleiðingu orkupakanna.

Kjarninn í röksemdum ASÍ er eftirfarandi:

Raforka er grunnþjónusta og á ekki að mati Alþýðusambands Íslands að vera háð markaðsforsendum hverju sinni. Raforka á að vera á forræði almennings og ekki á að fara með hana eins og hverja aðra vöru á markaði. Það er því mat ASÍ að of langt hafi verið gengið nú þegar í markaðsvæðingu grunnstoða og feigðarflan að staðfesta markaðsvæðinguna og ganga lengra í þá átt. Rafmagn er undirstaða tilveru okkar í dag og það er samfélagsleg ábyrð að tryggja framleiðslu og flutning til allra, sú ábyrgð er of mikil til að markaðurinn fái að véla með hana enda hefur markaðsvæðing grunnstoða yfirleitt ekki bætt þjónustu, lækkað verð né bætt stöðu starfsfólks.

Forysta ASÍ var áður eindregið fylgjandi fullri aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Það hefði auðvitað þýtt fulla innleiðingu allra orkupakka sem frá ESB hafa komið og munu koma í framtíðinni.

Þessi nýja yfirlýsing ASÍ gegn orkupökkunum endurspeglar þannig augljóslega stefnubreytingu í forystu ASÍ í málefnum er tengjast Evrópusambandinu.

Ég tel að rökin sem standa að baki þessari afstöðu ASÍ séu bæði sterk og mikilvæg.

Þessi yfirlýsing er því mikið fagnaðarefni.

 

Síðasti pistill: Jafnaðarsamningurinn 2019 greindur

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar