Fimmtudagur 02.05.2019 - 10:46 - FB ummæli ()

Nú er komið að lífeyrisþegum

Í kjöl­far lífs­kjara­samn­ing­anna spyrja margir hvað verði um lífs­kjör líf­eyr­is­þega.

Mun líf­eyrir almanna­trygg­inga ekki taka sömu hækk­unum og launa­taxtar þeirra lægst laun­uðu?

Lífs­kjara­samn­ing­arnir færa þeim lægst laun­uðu mestu hækk­an­irn­ar, alls um 90.000 krónur á samn­ings­tíma­bil­inu – og svo hag­vaxt­ar­tengdar hækk­anir að auki.

Frá 1. apríl hækka lægstu taxtar um 17.000 krónur á mán­uði, síðan 24.000 þann 1. apríl 2020, þá 24.000 1. jan­úar 2021 og loks 25.000 1. jan­úar 2022.

Þetta eru þær hækk­anir sem óskertur líf­eyrir almanna­trygg­inga ætti einnig að taka – fyrsta hækk­unin komi strax frá 1. apríl eins og gildir um launa­taxt­ana. Hag­vaxt­ará­bat­inn á svo að bæt­ast við þetta, ef til kem­ur.

Það launa­fólk sem er með yfir­borg­an­ir, álög eða bónusa fær minni hækk­an­ir, eða sam­tals um 68.000 krónur á samn­ings­tíma­bil­inu. Hið sama gildir um lág­marks­launa­trygg­ing­una, sem hækkar minna en lægstu taxt­arn­ir, enda telja álög, yfir­borg­anir og bónusar inn í hana.

Líf­eyr­is­þegar sem litlar aðrar tekjur hafa en frá almanna­trygg­ingum búa ekki við yfir­borg­an­ir, álög eða bónusa. Ef líf­eyr­is­þegar hafa aðrar tekjur en frá almanna­trygg­ingum þá er líf­eyrir þeirra skert­ur.

Það er hin nei­kvæða sér­staða lág­tekju­líf­eyr­is­þega – sem er oft öllu verri en staða lág­launa­fólks á vinnu­mark­aði.

Við­miðið fyrir líf­eyr­is­þega er klárt

Það er því aug­ljóst að við­miðið fyrir hækk­anir líf­eyris almanna­trygg­inga eru þær taxta­hækk­anir sem koma á lægstu taxt­ana í lífs­kjara­samn­ingn­um, sam­tals um 90.000 krónur á samn­ings­tíma­bil­inu – auk hag­vaxt­ará­batans.

Stjórn­völd fá auknar skatt­tekjur af þeim launa­hækk­unum sem nú taka gildi á vinnu­mark­aði og það dugar þeim til að fjár­magna sam­svar­andi hækkun á líf­eyri almanna­trygg­inga.

Í hópi líf­eyr­is­þega er sumt af tekju­lægsta fólk­inu í okkar sam­fé­lagi, ekki síst örorku­líf­eyr­is­þegar sem eru í sam­búð og án ann­arra tekna. Þeir fá frá TR ein­ungis 247.183 krónur á mán­uði fyrir skatt og 206.086 krónur eftir skatt. Það eru mun lak­ari kjör en þeir búa við sem eru á lág­mark­s­töxtum á vinnu­mark­aði – þó þau laun dugi ekki fyrir fram­færslu.

Öll frá­vik frá því að hækka líf­eyri almanna­trygg­inga til fulls í sam­ræmi við hækk­anir lægstu taxta, sem og tafir á gild­is­töku þeirra hækk­ana, myndu þýða að líf­eyr­is­þegar almanna­trygg­inga væru skildir eftir – einn þjóð­fé­lags­hópa í íslenska vel­ferð­ar­rík­inu.

Það hefur að vísu gerst áður að líf­eyr­is­þegar hafi verið skildir eft­ir.

En rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur skil­aði góðu fram­lagi til lífs­kjara­samn­ings­ins; í formi skatta­lækk­ana, hækk­unar barna­bóta, umbóta í hús­næð­is­málum og með leng­ingu fæð­ing­ar­or­lofs, auk lof­orða um aðrar umbæt­ur.

Allt það nýt­ist líf­eyr­is­þegum einnig, eins og við á.

Það væri alvar­legt stíl­brot á frammi­stöðu rík­is­stjórn­ar­innar ef hún myndi nú bregð­ast líf­eyr­is­þegum og ekki veita þeim ávinn­ing lífs­kjara­samn­ings­ins til fulls.

Ef hún skildi sumt af fátæk­asta fólk­inu eftir á flæðiskeri.

For­sæt­is­ráð­herr­ann hlýtur að sjá til þess að engin van­höld verði á því að skila ávinn­ingi lífs­kjara­samn­ings­ins til fulls til lægst laun­uðu líf­eyr­is­þeg­anna, þ.e. þeirra sem mest stóla á almanna­trygg­ing­ar.

Það væri einmitt gert með því að hækka líf­eyri almanna­trygg­inga til jafns við lægstu taxt­ana.

Þingið þarf að afgreiða það fyrir sum­ar­frí og láta hækk­un­ina gilda frá 1. apr­íl.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar