Landsbankinn hefur greitt ríkinu 142 milljarða í arð á síðustu 7 árum (sjá hér).
Á aðeins 7 árum.
Samgöngusáttmálinn fyrir höfuðborgarsvæðið, sem kynntur var í síðasta mánuði, á að kosta 120 milljarða – samanlagt á 15 árum (sjá hér).
Ef Landsbankinn hefði áfram svipaðan arð af starfsemi sinni næstu sjö árin myndi samanlagður arður af honum þau árin gera gott meira en að greiða áætlaðan kostnað við samgöngusáttmálann (arður á 7 árum um 140 milljarðar; samgöngusáttmáli 120 þarf milljarða á 15 árum).
Pælið í þessu!
Pælið mjög vel í þessu!!
Erum við galin?
Hvers vegna skyldum við leyfa Sjálfstæðisflokknum að selja Landsbankann til vildarvina sinna og gefa frá okkur hagnaðinn af honum sem gæti skilað öllu þessu?
Hvers vegan ættum við að gera það og samþykkja um leið að greiða nýjan óréttlátan skatt í formi veggjalda til að fjármagna þennan samgöngusáttmála?
Hvers vegna?
Við gætum látið arðinn af Landsbankanum greiða þetta allt – og miklu meira en það!
Svo höfum við líka ágætan arð af Íslandsbanka, sem einnig er í eigu ríkisins (okkar). Við gætum notað hann til að stórbæta heilbrigðiskerfið.
Við, íslenska þjóðin, þurfum að vera stjörnugalin til að láta bjóða okkur slíka afarkosti – að gefa frá okkur risavaxnar arðgreiðslur frá ríkisbönkunum.
Stjörnugalin.
Erum við það?
Það er efinn…
Fyrri pistlar