Laugardagur 26.10.2019 - 10:35 - FB ummæli ()

Samgöngusáttmálinn: Arður af Landsbankanum dugir

Landsbankinn hefur greitt ríkinu 142 milljarða í arð á síðustu 7 árum (sjá hér).

Á aðeins 7 árum.

Samgöngusáttmálinn fyrir höfuðborgarsvæðið, sem kynntur var í síðasta mánuði, á að kosta 120 milljarða – samanlagt á 15 árum (sjá hér).

Ef Landsbankinn hefði áfram svipaðan arð af starfsemi sinni næstu sjö árin myndi samanlagður arður af honum þau árin gera gott meira en að greiða áætlaðan kostnað við samgöngusáttmálann (arður á 7 árum um 140 milljarðar; samgöngusáttmáli 120 þarf milljarða á 15 árum).

Pælið í þessu!

Pælið mjög vel í þessu!!

Erum við galin?

Hvers vegna skyldum við leyfa Sjálfstæðisflokknum að selja Landsbankann til vildarvina sinna og gefa frá okkur hagnaðinn af honum sem gæti skilað öllu þessu?

Hvers vegan ættum við að gera það og samþykkja um leið að greiða nýjan óréttlátan skatt í formi veggjalda til að fjármagna þennan samgöngusáttmála?

Hvers vegna?

Við gætum látið arðinn af Landsbankanum greiða þetta allt – og miklu meira en það!

Svo höfum við líka ágætan arð af Íslandsbanka, sem einnig er í eigu ríkisins (okkar). Við gætum notað hann til að stórbæta heilbrigðiskerfið.

Við, íslenska þjóðin, þurfum að vera stjörnugalin til að láta bjóða okkur slíka afarkosti – að gefa frá okkur risavaxnar arðgreiðslur frá ríkisbönkunum.

Stjörnugalin.

Erum við það?

Það er efinn…

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar