Miðvikudagur 06.11.2019 - 15:27 - FB ummæli ()

Ratcliffe felur eignarhald sitt

Breski stóreignamaðurinn Jim Ratcliffe á um það bil helmingi fleiri laxveiðijarðir en áður var talið.

Þetta kom í ljós við athugum rannsóknarblaðamanna Kveiks á RÚV.

Menn vissu auðvitað að Ratcliffe hefur verið atkvæðamikill á norðaustur landi og töldu það að mestu bundið við Vopnafjörð.

Nú er sem sagt komið í ljós að hann er kominn mun lengra í uppkaupum hlunnindajarða en menn töldu, með um 40 jarðir á sínum vegum.

 

Hvers vegna er eignarhald jarða falið?

Það er sérstaklega athyglisvert að Ratcliffe felur eignarhald sitt, með því að skrá jarðir sínar í félög eða keðjur félaga.

Hann á nú nálægt 1,5% af Íslandi. Hugsanlega á hann enn meira, sem einfaldlega á eftir að koma úr felum.

Sú staðreynd að erlendur stóreignamaður skuli fela eignarhald sitt á íslenskum jarðareignum vekur auðvitað alvarlegar spurningar.

Hann virðist átta sig á því að þjóðin gæti haft eitthvað við mikla uppsöfnun landareigna á fáar erlendar hendur að athuga.

Það er að segja ef þjóðin vaknar áður en of langt er gengið…

 

Hverjir eiga Ísland í dag?

Stóreignamenn, erlendir sem innlendir, kaupa auðvitað jarðir víðar en á Vopnafjarðarsvæðinu.

Við vitum bara lítið um það hvernig eignarhaldi á Íslandi er nú háttað.

Kanski vöknum við upp við það eftir nokkur ár að fámennur hópur stóreignamanna eigi allt það sem álitlegast er á Íslandi.

Þjóðin gæti orðið landlaus leiguliði í því sem áður var land íslensku þjóðarinnar!

Aðstæður eru nú þannig að slíkt getur gerst á tiltölulega skömmum tíma.

Pælið í því!

Væri slík þróun ekki ógn við frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar?

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar