Um daginn fór ég á fyrirlestur sem Hannes Hólmsteinn hélt um “ný gögn um hrunið”. Þar kom að vísu fátt nýtt fram um orsakir hrunsins, en þetta var hins vegar skemmtilegt tækifæri til að sjá hvernig Hannes er að þróa skáldskap sinn um meintar erlendar orsakir hrunsins, sem hann segist vinna að. Hannes segir sjálfur […]
Í dag líta félagsvísindamenn við Háskóla Íslands í þjóðarspegilinn. Það er eins konar uppskeruhátíð rannsóknarstarfsins á síðasta ári. Margir starfsmenn flytja erindi un nýleg verk sín. Ég mun fjalla um samanburð á lífsgæðum 29 nútímaþjóða á Lögbergi, stofu 103, kl. 13. Þar geri ég grein fyrir nýlegum gagnabanka um lífsgæði þjóða sem byggir á 69 […]
Í gær skrifaði ég pistil um afnám verðmerkinga á unninni matvöru hér á landi. Þar kvartaði ég yfir sinnuleysi Neytendasamtaka, Neytendastofu, Talsmanns neytenda og launþegafélaga gagnvart því að ekki sé farið að lögum um að verðmerkingar söluvöru skuli vera skýrar og aðgengilegar fyrir neytendur. Þuríður Hjartardóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna sendi mér eftirfarandi athugasemd við skrif mín: […]
Um daginn skrifaði ég um þá furðulegu þróun að verðmerkingar unninna matvæla eru að leggjast af í verslunum hér á landi. Í staðinn er neytendum ætlað að setja vörur í skanna og finna þannig út hvert verðið er. Þetta er bæði óaðgengilegt og tímafrekt og hamlar eðlilegum neytendaháttum. Fólk þarf að geta séð í flýti […]
Fyrri pistlar