Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Laugardagur 11.02 2017 - 12:49

Gammar ásælast eignir okkar

Viðskiptaráð var með ársfund sinn í vikunni. Þar steig á stokk forstjóri Gamma Capital fyrirtækisins og lagði til að ríkið seldi orkugeirann til einkafjárfesta (sjá hér). Nefndi hann ýmis léttvæg og bjánaleg rök fyrir því. Auðmenn á Íslandi hafa lengi ásælst Landsvirkjun og orkuveitur landsmanna. Þeir gætu nefnilega grætt ógeðslega mikið á þeim. Enda eru […]

Þriðjudagur 07.02 2017 - 11:51

Útvegsmenn eiga að greiða laun sjómanna

Nú eru uppi vaxandi kröfur um að ríkið grípi inn í kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna. Jafnvel er nefnt að taka megi upp sjómannaafsláttinn að nýju. Slíkar kröfur eru beinlínis um það, að almenningur taki að sér að greiða hluta launakostnaðar útvegsmanna. Það væri eins fáránlegt við núverandi aðstæður og nokkuð gæti orðið! Hagur sjávarútvegsfyrirtækjanna hefur […]

Sunnudagur 05.02 2017 - 11:37

Óþelló – flott leiksýning Vesturports!

Ég sá Óþelló í Þjóðleikhúsinu í vikunni. Fáar sýningar hafa fengið verri dóma en þessi sýning – ekki síst frá Jóni Viðari. Mér sýnist að gagnrýnin byggist mikið á þröngsýni. Uppsetning Vesturports er flott, nútímaleg og snjöll og skilar efni verksins vel. Hún er án efa frábrugðin hefðbundnum uppsetningum. En efni verksins á erindi nú […]

Sunnudagur 29.01 2017 - 15:04

Ætti að selja Alþingishúsið og Þingvelli?

Viðskiptaráð lagði til um daginn að ríkið seldi sem mest af byggingum sínum til einkaaðila (sjá hér). Hugsunin er þá væntanlega sú, að ríkið leigi síðan húsnæðið af þeim fjárfestum sem kaupa góssið (á góðu verði, eins og tíðkast almennt við einkavæðingu). Viðskiptaráð nefnir sem dæmi allar skrifstofubyggingar ríkisins, skólahúsnæði, byggingar Landsspítalans, lögreglustöðvar og jafnvel […]

Mánudagur 23.01 2017 - 15:32

Skuldir heimila – þróun og staða

Skuldabyrði heimilanna varð eitt stærsta málið í stjórnmálunum eftir hrun. Gríðarleg gengisfelling, með tilheyrandi verðbólgu, stórjók eftirstöðvar verðtryggðra skulda og um 20% skerðing kaupmáttar heimilistekna gerði skuldabyrðina afar erfiða fyrir meirihluta heimila – einkum í lægri og milli tekjuhópum. Ýmis úrræði vinstri stjórnarinnar beindust sérstaklega að þeim sem verst voru staddir og Skuldaleiðréttingin svokallaða varð […]

Fimmtudagur 19.01 2017 - 14:00

Leiðréttingin: Skelfileg framkvæmd!

Í gær var Alþingi birt skýrsla um framkvæmd skuldaleiðréttingar síðustu ríkisstjórnar (sjá hér). Þar má sjá hvernig þeir fjármunir sem úthlutað var (alls um 72 milljarðar) skiptust á tekjuhópa og eignahópa þjóðarinnar. Niðurstaðan er vægast sagt skuggaleg og kemur mér verulega á óvart! Ríkasta tíu prósent heimila fékk nærri 30% fjárins í sinn hlut. Ríkari […]

Föstudagur 06.01 2017 - 21:39

Skattaskjól – skömm Íslands staðfest

Nefnd fjármálaráðherra sem falið var að leggja mat á umfang eigna Íslendinga í erlendum skattaskjólum skilaði skýrslu sinni til ráðherra fyrir kosningar og var hún birt loks í dag (sjá hér). Niðurstaðan er að uppsafnaðar eignir Íslendinga í skattaskjólum sé á bilinu 350-810 milljarðar króna, með tæplega 600 milljarða sem líklegustu niðurstöðu. Sex hundruð þúsund milljónir […]

Föstudagur 30.12 2016 - 13:41

Sigur Björgólfs er ósigur Íslands

Lyfjafyrirtækið Actavis hefur sagt upp nærri 300 hundruð starfsmönnum síðan 2015 og hættir nú stórum hluta starfsemi sinnar á Íslandi (sjá hér og hér). Actavis varð til með samruna tveggja íslenskra lyfjafyrirtækja, Pharmaco og Delta, sem nýttu sér séríslenskar aðstæður til árangursríkrar framleiðslu samheitalyfja Þetta voru nýsköpunarfyrirtæki sem uxu upp úr íslenskum jarðvegi. Snjallir frumkvöðlar komu þeim […]

Miðvikudagur 28.12 2016 - 11:41

Getur Bjarni látið Viðreisn beygja sig?

Það hefur gengið eftir sem ég sagði í pistli strax eftir kosningar, að Viðreisn myndi helst af öllu vilja í stjórn með Sjálfstæðisflokki. Benedikt hlekkjaði sig snemma við Bjarta framtíð (BF) og hefur þrisvar reynt við Sjálfstæðisflokkinn með það föruneyti. Tvisvar fór hann í sýndarviðræður við vinstri-mið flokkana fjóra. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar tekið málaleitan Viðreisnar […]

Sunnudagur 18.12 2016 - 22:19

Hlutverk fyrir VG?

VG er næst stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Ef þau ætla ekki beinlínis að hætta í stjórnmálum þá finnst mér að VG-fólk ætti að endurskoða stöðu og markmið sín svolítið. Það voru mistök að nálgast hina fjóra flokkana ekki meira í viðræðunum um daginn. VG ætti sennilega að slá af þeim kröfum sem sigldu fimm flokka tilrauninni í strand. […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar