Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknar, hefur ítrekað vakið athygli fyrir málefnalegar tillögur á þinginu. Hann tekur á því sem máli skiptir fyrir almenning. Til dæmis skattavikum, bankaokrinu, fjármálakerfinu, kennitöluflakki… svo nokkur nýleg dæmi séu tekin. Karl hefur nýlega lagt fram tillögu, ásamt fulltrúum allra flokka nema Sjálfstæðisflokks, um aðgerðir til að sporna hóflega gegn kennitöluflakki. Það […]
Meðal helstu ástæða hruns bankanna haustið 2008 voru ófagleg vinnubrögð stjórnenda þess. Bankakerfið var síðan endurreist með framlagi skattgreiðenda og er nú að hluta í eigu ríkisins (skattgreiðenda). Hið endurreista bankakerfi hefur þó ekki beinlínis slegið í gegn! Hneykslunarefni hafa hlaðist upp. Hér eru nokkur dæmi… Borgunarmálið Símamálið Fleiri vafasamar eignasölur Bónusgreiðslur Miklar launahækkanir stjórnenda Alltof háir vextir […]
Fyrir nokkrum misserum kom út Saga Alþýðusambands Íslands eftir Sumarliða R. Ísleifsson. Verkið er mikið af vöxtum, í tveimur bindum sem eru hvort um sig um 400 blaðsíður. ASÍ hafði frumkvæði að því að ráðist var í þessa söguritum, en ASÍ fagnar hundrað ára afmæli á þessu ári. Verkið spannar tímabilið frá efri hluta 19. […]
Í umræðum um húsnæðismál er oft fullyrt að ekki þýði að hækka vaxtabætur eða húsaleigubætur því það leiði einfaldlega til verðhækkana á íbúðarhúsnæði, hvort sem er til kaupa eða leigu. Þetta hefur verið fullyrt í tengslum við fyrirhugaðar breytingar ríkisstjórnarinnar á skipan húsnæðismála, sem nú eru til meðferðar á Alþingi. Þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa fullyrt þetta, […]
Það hefur ekki farið framhjá neinum að Sjálfstæðismenn hafa ítrekað reynt að leggja stein í götu þeirra umbóta í húsnæðismálum sem Eygló Harðardóttir hefur barist fyrir, í samvinnu við launþegahreyfinguna. Hér á árum áður voru Sjálfstæðismenn talsmenn séreignastefnu í húsnæðismálum og vildu greiða fyrir því að venjulegt fólk gæti eignast íbúðarhúsnæði, sérstaklega ef það álpaðist […]
Bernie Sanders ógnar nú Hillary Clinton alvarlega í kapphlaupinu um að vera frambjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum. Sanders kallar sig „lýðræðislegan sósíalista“, það sem við í Evrópu köllum “krata” eða “jafnaðarmenn”. Slíkt fólk hafnar gömlum leiðum sósíalista, eins og byltingu í þágu verkalýðsins og þjóðnýtingu atvinnulífsins, í anda sovétskipulagsins. Jafnaðarmenn og félagshyggjumenn eru miðjumenn, sem styðja […]
Mér er sama hvort vín er selt í sérverslunum ÁTVR eða í matvörubúðum. Ég hef enga hugsjón um það – á hvorn veginn sem er. Hef þó reynslu af hvoru tveggja. Fyrir mér er þetta einungis spurning um hagkvæmni og skynsemi. Við eigum einfaldlega að vega kosti og galla við báðar leiðir, út frá almannahagsmunum og […]
Velferðarráðuneytið birti um daginn gagnlegt yfirlit um fjölda og fjölgun öryrkja á Íslandi frá 2005 til 2015 (sjá hér). Í nóvember 2015 voru tæplega 17.300 öryrkjar skráðir á Íslandi. Um 95% öryrkja fá örorkulífeyri. Frá árinu 2014 til 2015 fjölgaði öryrkjum um 1,3% og hjá örorkulífeyrisþegum var fjölgunin áþekk. Þetta er svipuð fjölgun og hjá […]
Frosti Sigurjónsson, formaður Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, hefur ítrekað komið fram sem talsmaður þess að við lærum af hruninu og förum varlega í uppbyggingu fjármálakerfisins. Hann hefur til dæmis talað fyrir því að ekki eigi að fara of geist í að einkavæða ríkisbanka. Ef menn vilji fá hámarksverð til skattgreiðenda fyrir eignarhluti í Landsbankanum þá […]
Vigdís Hauksdóttir og Viðskiptaráð eru á einu máli í afstöðu sinni til opinberra stofnana. Þau telja slíkar stofnanir almennt til óþurfta. Þær séu eins konar lúxus sem skapi engin verðmæti sem teljandi séu. Bæði Vigdís og Viðskiptaráð hafa þannig lýst þeirri skoðun sinni að fyrirtækin ein skapi verðmæti og opinberir starfsmenn og stofnanir séu eins […]
Fyrri pistlar