Það var stór stund í júní síðastliðnum þegar leiðtogar ríkisstjórnarinnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson, kynntu áformin um afnám gjaldeyrishafta og varðveislu stöðugleika. Flestir tóku þessum áformum fagnandi og töldu vel á málum haldið. Þetta var stór rós í hnappagat stjórnarinnar. Í kynningunni var gert ráð fyrir að lagður yrði á eignir slitabúanna 39% […]
Í fyrra fluttu 1.873 erlendir ríkisborgarar til Íslands (þ.e. aðfluttir umfram brottflutta). Árið 2013 voru þeir 1.634. Flestir koma þeir hingað óáreittir, vegna þess að þeir eru frá löndum Evrópusambandsins. Við erum í Evrópska efnahagssvæðinu og verðum að veita þeim landvist. Getum sjálf flutt til ESB-landa í staðinn. Nú er hins vegar verið að neita […]
New York Times er með merkilega úttekt um áhrif peninga í bandarískum stjórnmálum í dag (sjá hér). Þeir sýna enn betur en áður mikil áhrif auðmanna í bandarískum stjórnmálum, sem ég hef reyndar oft bloggað um. Hvernig auðmenn nota fé sitt til að kaupa sér mikil pólitísk áhrif. Þetta gengur svo langt að stjórnmálamenn verða […]
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, heldur áfram að ráðast á Hæstarétt. Segist vilja koma réttinum “í lag”. Hann segir sitjandi dómara vera í valdabrölti og telur það miður. En fáir hafa verið jafn mikið í valdabrölti og Jón Steinar sjálfur. Þegar Davíð Oddsson og Björn Bjarnason hófu að skipa pólitíska samherja á dómarabekkinn í Hæstarétti […]
Hún kom skemmtilega á óvart Gallup könnunin sem spurði almenning um frammistöðu forsætisráðherra síðustu tveggja áratuga. Spurt var hver þeirra hefði staðið sig best í embætti. Jóhanna Sigurðardóttir ber af. Um 43% svarenda telja hana hafa staðið sig best. Það er meira en helmingur þeirra sem afstöðu taka. Hún er langt fyrir ofan Davíð Oddsson, sem var lang […]
Fyrir síðustu kosningar byggðu Sjálfstæðismenn málflutning sinn mikið á vúdú-hagfræði. Sögðust ætla að lækka skatta. Það myndi örva efnahagslífið svo mikið að ríkið yrði ekki fyrir neinu tekjutapi af skattalækkuninni. Skattalækkunin gæti sem sagt borgað sig sjálf. Bullandi gróði fyrir alla! Þetta væri auðvitað alger galdur ef rétt reyndist. Þess vegna fékk þessi speki nýfrjálshyggjunnar […]
Það var fróðlegt að hlusta á ræðu Frans páfa á Bandaríkjaþingi í dag. Páfinn hefur verið ófeiminn við að taka afstöðu til brýnna þjóðmála samtímans. Hann hefur markað sér stöðu með áherslu á hófsemd, réttlæti og sjálfbærni, en gegn fátækt og útskúfun. Hann gagnrýnir græðgi og peningahyggju frjálshyggjukapítalisma nútímans og stríðsrekstur hvers konar. Hann hvetur […]
Verðlag á Íslandi hefur lengi verið eitt það hæsta í heimi. Einungis heitt vatn og rafmagn hafa kostað markvert minna hér en annars staðar í Evrópu. Öll skref til að lækka verðlagið í landinu eru því mikilvæg – það er önnur en lækkun launa. Þannig var það gott skref hjá ríkisstjórninni að fella niður vörugjöld á […]
Menn hafa rætt svolítið um byrði af örorkulífeyrisþegum undanfarið. Í síðasta pistli sýndi ég nýjustu tölur um stærð þessa hóps í norrænu samfélögunum. Niðurstaðan er sú, að hlutfall örorkulífeyrisþega af fólki á vinnualdri er svipað eða minna hér en á hinum Norðurlöndunum. En ef við lítum á alla lífeyrisþega (öryrkja og ellilífeyrisþega samanlagða)? Hvernig kemur […]
Í nýlegri umfjöllun um fjölda örorkulífeyrisþega á Íslandi og hinum Norðurlöndunum vísaði ég til talna frá OECD fyrir árið 2009 og talna frá NOSOSKO (Norræn nefnd um tölfræði félagsmála) fyrir árið 2011. Megin niðurstaðan var sú, að Ísland væri í neðri kantinum hvað hlutfall örorkulífeyrisþega af fólki á vinnualdri snerti, samanborið við hin Norðurlöndin. Hér […]
Fyrri pistlar