Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Sunnudagur 28.12 2014 - 12:52

Nýja Ísland – hver er stefnan?

Í lok hrunmánaðarins, október 2008, kom út bókin Nýja Ísland – listin að týna sjálfum sér, eftir Guðmund Magnússon sagnfræðing. Bókin var skrifuð á árinu fyrir hrun og lýsti miklum breytingum á íslensku samfélagi, sem orðið höfðu upp úr 1990. Höfundur segir svo í formála að tengja megi sumar þessara breytinga við hrunið sjálft, sem […]

Miðvikudagur 24.12 2014 - 00:30

Úr garði Monets

Hér er myndasería frá síðasta sumri. Hún er tekin í þorpinu Giverny í Normandy, skammt fyrir utan París. Þar bjó einn helsti frumkvöðull impressjónismans í málaralistinni, Claude Monet. Þar skapaði hann fjölda klassískra myndverka og það sem hann kallaði mesta listaverkið sitt, garðinn sinn. Sjá má myndaseríuna með því að smella á myndina hér að […]

Mánudagur 22.12 2014 - 20:51

Almenningur styður lækna

Mörgum finnst furðulegt hversu mjög læknaverkfallið hefur dregist á langinn. Vandi hleðst upp og fyrr en varir verður tjónið talið í mannslífum. Kannanir hafa sýnt að allur þorri almennings styður veglega launahækkun til lækna í opinbera heilbrigðiskerfinu. Um 90% segjast styðja lækna beint eða eru hlutlaus, samkvæmt könnun Gallups. Einungis 10% eru andvíg launakröfum lækna […]

Föstudagur 19.12 2014 - 14:06

Við greiðum Icesave – með bros á vör!

Bresk stjórnvöld sendu í gær frá sér tilkynningu um að þau hafi nú endurheimt um 85% af Icesave skuld Íslendinga, sem þau lögðu út fyrir strax eftir hrun. Stefnt er að því að skuldin verði að fullu innheimt árið 2017, segir jafnframt í tilkynningunni (sjá hér). Þetta hljómar auðvitað undarlega á Íslandi. Íslendingar kusu tvisvar […]

Sunnudagur 14.12 2014 - 12:12

OECD hafnar óheftum markaði og ójöfnuði

Hugmyndin um nytsemd hins frjálsa og óhefta markaðar hefur verið einn af hornsteinum hagfræðinnar um langa hríð. Í hugmyndinni er falin sú forsenda, að því minni sem ríkisafskipti og önnur inngrip í virkni frjálsa markaðarins séu (t.d. af hálfu launþegafélaga), þeim mun meiri árangri skili markaðurinn í hagvexti og efnahagsframförum. Þeim mun meira frelsi, þeim […]

Miðvikudagur 10.12 2014 - 12:16

Ráðherrann með reisupassann!

Ragnheiður Elín Árnadóttir, ferðamálaráðherra, lætur ekki segjast og vill troða “náttúrupassa” sínum ofan í kok þjóðarinnar. Hirðir ekki um andstöðu í ferðamálageiranum. Hirðir ekki um aldagamla hefð fyrir frjálsu aðgengi almennings að náttúru Íslands. Hirðir ekki um dýran framkvæmdamáta. Hirðir ekki um andstöðu almennings. En hvers vegna? Svo virðist sem ráðherrann vilji ganga erinda hóteleigenda […]

Sunnudagur 07.12 2014 - 16:41

Landsbankinn einkavæðir með risaafslætti

Kjarninn hefur undanfarið upplýst um vafasama sölu Landsbankans á stórum eignarhlut í greiðslukortafyrirtækinu Borgun. Bankinn vill einnig selja hlut sinn í VISA (Valitor) – en þó helst án útboðs. Þeir vilja bara selja til handvalinna kaupenda – í kyrrþey. Þykjast fá gott verð og senda svo frá sér fréttatilkynningu á rúnaletri, sem enginn skilur. Þýða […]

Laugardagur 06.12 2014 - 12:37

Er báknið alltaf að þenjast út?

Frjálshyggjumenn eru sífellt að tala um að ríkið sé alltaf að vaxa. Þeir missa gjarnan svefn yfir þessu. Telja að ríkið vaxi jafnt í tíð hægri og vinstri stjórna. Vaxi alveg stjórnlaust! En hvað segir Hagstofa Íslands um þróun opinberra útgjalda? Opinber útgjöld eru mikilvægasti mælikvarðinn á umsvif hins opinbera (ríkis og sveitarfélaga samanlögð). Það má […]

Miðvikudagur 03.12 2014 - 09:58

Sigmundur Davíð vill lækna og Landsspítala í forgang

Forsætisráðherra hefur a.m.k. tvisvar sinnum hreyft því á Alþingi að læknar fái sérmeðferð í kjarasamningum. Það er nauðsynlegt. Þjóðir er því líka samþykk. Að gera Ísland samkeppnishæft fyrir lækna er forsenda þess að áfram verði ásættanlegt að búa hér á landi. Framsóknarmenn hafa einnig lagt áherslu á að auka nú fjárveitingar til reksturs Landsspítalans, sem […]

Sunnudagur 30.11 2014 - 13:37

Hlægilegur náttúrupassi

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ætlar alla leið með náttúrupassann – einmitt nú þegar samtök helstu aðila í ferðaþjónustu hafa snúist gegn þeirri leið. Vilja frekar gistináttagjald. Þetta er mikill dómgreindarbrestur hjá Ragnheiði Elínu. Náttúrupassinn felur í sér að nú verða Íslendingar skattlagðir sérstaklega ef þeir vilja skoða náttúruperur í landi sínu. Það verður […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar