Það hefur verið undan mörgu að kvarta á Íslandi eftir hrun. Hrunið var gríðarlegt áfall fyrir íslenska samfélagið, með mikilli kaupmáttarskerðingu, skuldaaukningu, niðurskurði opinberrar þjónustu og töpuðu trausti á stofnunum og stjórnmálunum. Allt er það skiljanlegt og að gefnu tilefni. Þó vel hafi miðað í endurreisn samfélagsins bíða enn stór verkefni úrlausnar. Margir hafa við þessar […]
Læknaverkfallið dregst á langinn með alvarlegum afleiðingum. Staða Landsspítalans er afleit og versnar. Sjálfstæðismenn fara bæði með heilbrigðismálin og fjármálin í ríkisstjórninni. En þeir sýna engin merki um áhuga á að leysa þessi mál, sem eru einhver þau mikilvægustu sem þjóðin stendur frammi fyrir. Þeir láta bara reka á reiðanum. Ég verð var við að […]
Snjóhengjan svokallaða, kvikar eignir útlendinga hér á landi og kröfur í þrotabú föllnu bankanna, eru eitt stærsta vandamálið sem leysa þarf í tengslum við afnám gjaldeyrishafta. Forsætisráðherrann Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og seðlabankastjórinn Már Guðmundsson hafa lengi bent á að erlendir kröfuhafar þurfi að gefa eftir hluta af krónueignum sínum, annað hvort með […]
Það vakti mikla athygli þegar Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins til áratuga og áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum, upplýsti að hann hafði stundað njósnir um vinstri menn á Viðreisnarárunum (sjöunda áratugnum). Uppljóstrarinn sem veitti Styrmi upplýsingar fékk greitt fyrir viðvik sitt og formaður Sjálfstæðisflokksins, ritstjóri Morgunblaðsins og sendiráð Bandaríkjanna (CIA?) fengu upplýsingarnar. Styrmir telur að Bandaríkjamenn hafi […]
Bandaríkin voru draumaland fyrir marga á 19. öldinni og einnig lengst af á þeirri tuttugustu. Landið þar sem draumar gátu ræst, þar sem fólk gat brotist frá fátækt til bjargálna og notið nútímalegra lífsgæða. Á þessu varð grundvallarbreyting á síðasta aldarfjórðungi tuttugustu aldarinnar, einkum eftir 1980. Þá fór ójöfnuður að aukast stórlega og inntak ameríska […]
Þessa dagana sit ég ráðstefnu OECD og Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel um vinnuþátttöku og lífeyriskerfi. Markmiðið er að safna saman upplýsingum um reynslu ólíkra þjóða af ólíku skipulagi lífeyriskerfa og vinnumarkaða. Mér var boðið að halda erindi um fyrirkomulagið og reynsluna á Íslandi. Íslendingar hafa reyndar talsverða sérstöðu á þessu sviði, því við förum síðar […]
Hagstofa Íslands hefur undanfarið aukið birtingar á efni úr lífskjarakönnun ESB, sem framkvæmd er árlega hér á landi, eins og í öðrum Evrópulöndum. Fyrir skömmu komu út nýjar skýrslur um húsnæðisaðstæður og um skort á efnislegum lífsgæðum. Það eru mjög gagnlegar upplýsingar sem koma fram í þessum skýrslum. Í þeirri nýjustu er sjónum sérstaklega beint […]
Formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda minnir okkur nú á, að umtalsverð lækkun bensíns á heimsmarkaði er ekki að skila sér að fullu til neytenda á Íslandi. Þetta hefur verið svona eins lengi og elstu menn muna. Bensínverð hækkar alltaf fyrirhafnarlaust af minnsta tilefni, en lækkar hægt eða alls ekki – þó ærin tilefni séu til. Hvers […]
Verkfall lækna snýst um að bjarga íslenska heilbrigðiskerfinu, frá því að holast að innan með flótta fagfólks. Sú þróun er auðvitað þegar byrjuð en mun aukast stórlega ef læknar ná ekki viðunandi árangri, með þessari neyðaraðgerð sem verkfall þeirra er. Óbætanlegt tjón getur auðveldlega orðið á íslenska heilbrigðiskerfinu á stuttum tíma. Það er því mikið […]
Margir eru hissa á viðvarandi reiði og óánægju í samfélaginu. Mikil þátttaka í mótmælunum í gær kom mörgum líka á óvart, ekki síst stjórnarliðum. Allt er þetta þó skiljanlegt. Kjaraskerðingin vegna frjálshyggjuhrunsins var hátt í 30%, þegar bæði er tekið er tilliti til minnkunar kaupmáttar og aukinnar skuldabyrði heimila. Þetta var gríðarlegt áfall, sem þjóðin er […]
Fyrri pistlar