Ég hef stutt hugmyndir um lækkun skulda heimilanna. Tel það mikilvæga kjarabót og jákvæða efnahagsaðgerð. Fyrir því má færa margvísleg rök. Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, leggur áherslu á lækkun skulda heimila í kreppu til að örva hagkerfið til hagvaxtar og vinna betur bug á kreppunni. Þessi rök finnst mér mikilvægust. Við höfum einmitt mikla […]
Starfshópur félags- og húsnæðismálaráðherra, Eyglóar Harðardóttur, hefur skilað af sér athyglisverðum tillögum um framtíðarskipan húsnæðismála. Húsnæðismálin eru eitt stærsta viðfangsefnið sem núverandi stjórnvöld standa frammi fyrir og því er mikið í húfi að vel takist til um endanlega útfærslu þessara hugmynda. Megin markmið nýs kerfis þarf að vera, að venjulegt fólk ráði við að kaupa […]
Á vel heppnuðu málþingi í Þjóðminjasafninu í gær flutti ég erindi um þróun tekjuójafnaðar á Íslandi fyrir og eftir hrun, með sérstakri áherslu á hæstu tekjurnar. Efnið sem ég kynnti kemur úr rannsóknum sem Arnaldur Sölvi Kristjánsson hagfræðingur og ég höfum unnið að á síðustu misserum og munum birta á bók næsta vetur. Aðferðafræði […]
Bóluhagkerfið á Íslandi sem hófst um 1998 og náði hamarki frá 2003 til 2008 var gríðarleg gósentíð fyrir hátekjufólk á Íslandi. Þetta var stærsta bóluhagkerfi sögunnar. Tekjur þeirra ríkustu ruku upp úr öllu valdi og urðu með þeim allra hæstu í Evrópu. Þetta má sjá í nýlegum gögnum frá Eurostat, sem sýnd eru á myndinni […]
Áhugaverð málstofa í HÍ á föstudag EDDA – Öndvegissetur, í samstarfi við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands, stendur fyrir opnu málþingi um þróun ójafnaðar í nútímanum, föstudaginn 2. maí, kl. 14-17 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Málþingið fer fram á ensku. Ójöfnuður hefur verið að aukast í vestrænum samfélögum frá um 1980 og er nú víða orðinn […]
Í maí og júní verð ég gistiprófessor við Parísarháskóla. Nánar tiltekið verð ég í L’Ecole des Hautes Etudes en Sciences Sociales (EHESS). Þetta er hinn eiginlegi “háskóli félagsvísindanna” í Frakklandi, hluti af topp skólum Frakka (les Grand Écoles), þar sem allir helstu félagsvísindamenn þeirra hafa verið, frá einum tíma til annars (Bourdieu, Touraine, Braudel, Febvre, […]
Skuldaleiðréttingin hefur verið stærsta mál stjórnmálanna, bæði á fyrra kjörtímabili og núna. Það er því fróðlegt að skoða hversu mikið hefur verið afskrifað af skuldum heimila í samanburði við skuldaafskriftir sem eigendur fyrirtækja hafa fengið. Nýlegar tölur frá Seðlabankanum benda til að skuldaafskriftir til fyrirtækja séu nú orðnar um níu sinnum meiri að vöxtum en […]
Hrunið er einn stærsti viðburðurinn í lífi þjóðarinnar til þessa. Það á eftir að verða lengi til umfjöllunar, í þjóðmálaumræðu og á vettvangi fræða. En stórviðburðir þjóða rata líka inn í listina, stundum meira eftir því sem lengra frá líður. Myndlistarmaðurinn Sigurþór Jakobsson hefur gert athyglisverð myndverk um efnið. Myndmál Sigurþórs er skýrt og beinskeytt […]
Magnús Geir Þórðarson kemur sterkur inn í embætti útvarpsstjóra á RÚV. Hann virðist hafa heilbrigð sjónarmið og mikinn metnað fyrir hönd Ríkisútvarpsins. Það hefur vakið athygli hversu rösklega hann gengur til verks og skiptir að mestu um framkvæmdastjórn miðilsins á einu bretti, yngir upp og fjölgar konum í æðstu embættum. Ekki síður hefur það vakið […]
Hannes Hólmsteinn Gissurarson endurprentaði nýlega nokkra helstu smellina úr ófrægingarherferð sinni gegn mér frá síðustu sjö árunum. Heldur er það nú hlægilegt – eða öllu heldur “Hólmsteinslegt”!. Einna efst á blaði er sú staðhæfing hans að ég hafi gert mistök í fjölmiðlaumræðu um fátækt á árinu 2003. Forsaga þess máls er sú, að ég gerði […]
Fyrri pistlar