Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Miðvikudagur 14.05 2014 - 09:14

Meiri og betri skuldalækkun

Ég hef stutt hugmyndir um lækkun skulda heimilanna. Tel það mikilvæga kjarabót og jákvæða efnahagsaðgerð. Fyrir því má færa margvísleg rök. Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, leggur áherslu á lækkun skulda heimila í kreppu til að örva hagkerfið til hagvaxtar og vinna betur bug á kreppunni. Þessi rök finnst mér mikilvægust. Við höfum einmitt mikla […]

Miðvikudagur 07.05 2014 - 11:10

Húsnæðismálin – athyglisverðar nýjar tillögur

Starfshópur félags- og húsnæðismálaráðherra, Eyglóar Harðardóttur, hefur skilað af sér athyglisverðum tillögum um framtíðarskipan húsnæðismála. Húsnæðismálin eru eitt stærsta viðfangsefnið sem núverandi stjórnvöld standa frammi fyrir og því er mikið í húfi að vel takist til um endanlega útfærslu þessara hugmynda. Megin markmið nýs kerfis þarf að vera, að venjulegt fólk ráði við að kaupa […]

Laugardagur 03.05 2014 - 12:11

Ójöfnuður fyrir og eftir hrun

Á vel heppnuðu málþingi í Þjóðminjasafninu í gær flutti ég erindi um þróun tekjuójafnaðar á Íslandi fyrir og eftir hrun, með sérstakri áherslu á hæstu tekjurnar. Efnið sem ég kynnti kemur úr rannsóknum sem Arnaldur Sölvi Kristjánsson hagfræðingur og ég höfum unnið að á síðustu misserum og munum birta á bók næsta vetur.   Aðferðafræði […]

Fimmtudagur 01.05 2014 - 12:33

Tekjur ríka fólksins á Íslandi

Bóluhagkerfið á Íslandi sem hófst um 1998 og náði hamarki frá 2003 til 2008 var gríðarleg gósentíð fyrir hátekjufólk á Íslandi. Þetta var stærsta bóluhagkerfi sögunnar. Tekjur þeirra ríkustu ruku upp úr öllu valdi og urðu með þeim allra hæstu í Evrópu. Þetta má sjá í nýlegum gögnum frá Eurostat, sem sýnd eru á myndinni […]

Miðvikudagur 30.04 2014 - 00:07

Ójöfnuður – stærsta mál samtímans?

Áhugaverð málstofa í HÍ á föstudag EDDA – Öndvegissetur, í samstarfi við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands, stendur fyrir opnu málþingi um þróun ójafnaðar í nútímanum, föstudaginn 2. maí, kl. 14-17 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Málþingið fer fram á ensku. Ójöfnuður hefur verið að aukast í vestrænum samfélögum frá um 1980 og er nú víða orðinn […]

Laugardagur 26.04 2014 - 14:31

Dvöl við Parísarháskóla

Í maí og júní verð ég gistiprófessor við Parísarháskóla. Nánar tiltekið verð ég í L’Ecole des Hautes Etudes en Sciences Sociales (EHESS). Þetta er hinn eiginlegi “háskóli félagsvísindanna” í Frakklandi, hluti af topp skólum Frakka (les Grand Écoles), þar sem allir helstu félagsvísindamenn þeirra hafa verið, frá einum tíma til annars (Bourdieu, Touraine, Braudel, Febvre, […]

Fimmtudagur 24.04 2014 - 18:23

Ólíkar afskriftir skulda heimila og fyrirtækja

Skuldaleiðréttingin hefur verið stærsta mál stjórnmálanna, bæði á fyrra kjörtímabili og núna. Það er því fróðlegt að skoða hversu mikið hefur verið afskrifað af skuldum heimila í samanburði við skuldaafskriftir sem eigendur  fyrirtækja hafa fengið. Nýlegar tölur frá Seðlabankanum benda til að skuldaafskriftir til fyrirtækja séu nú orðnar um níu sinnum meiri að vöxtum en […]

Sunnudagur 20.04 2014 - 13:53

Útrásin – myndir Sigurþórs Jakobssonar

Hrunið er einn stærsti viðburðurinn í lífi þjóðarinnar til þessa. Það á eftir að verða lengi til umfjöllunar, í þjóðmálaumræðu og á vettvangi fræða. En stórviðburðir þjóða rata líka inn í listina, stundum meira eftir því sem lengra frá líður. Myndlistarmaðurinn Sigurþór Jakobsson hefur gert athyglisverð myndverk um efnið. Myndmál Sigurþórs er skýrt og beinskeytt […]

Föstudagur 18.04 2014 - 20:27

Útvarpsstjóri slær í gegn

Magnús Geir Þórðarson kemur sterkur inn í embætti útvarpsstjóra á RÚV. Hann virðist hafa heilbrigð sjónarmið og mikinn metnað fyrir hönd Ríkisútvarpsins. Það hefur vakið athygli hversu rösklega hann gengur til verks og skiptir að mestu um framkvæmdastjórn miðilsins á einu bretti, yngir upp og fjölgar konum í æðstu embættum. Ekki síður hefur það vakið […]

Þriðjudagur 15.04 2014 - 12:42

Hólmsteinn fúskar um fátækt

Hannes Hólmsteinn Gissurarson endurprentaði nýlega nokkra helstu smellina úr ófrægingarherferð sinni gegn mér frá síðustu sjö árunum. Heldur er það nú hlægilegt – eða öllu heldur “Hólmsteinslegt”!. Einna efst á blaði er sú staðhæfing hans að ég hafi gert mistök í fjölmiðlaumræðu um fátækt á árinu 2003. Forsaga þess máls er sú, að ég gerði […]

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar