Simon Wren-Lewis, prófessor í hagfræði við Oxford háskóla í Englandi, útskýrir á skýran hátt hvernig niðurskurður opinberra útgjalda magnar kreppuvandann sem við er að glíma víðast hvar á Vesturlöndum. Boðskapur hans á einnig við um okkur hér á Ísalandi. Niðurskurður í kreppuástandi býr til vítahring versnandi ástands. Forsendan er sú að ríkisstjórn hafi áhyggjur af […]
Þá er áætlun ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingu komin fram. Ég tel þetta góða og mikilvæga aðgerð, en æskilegt hefði verið að hafa hana stærri. Það var loforð Framsóknar sem er rótin að þessum aðgerðum. Um þær þurfti að semja við Sjálfstæðismenn, sem höfðu mikla fyrirvara á öllum hugmyndum um beina lækkun á skuldum heimila og vildu […]
Francis páfi hefur nýlega sent frá sér mikilvæga hugvekju í bók sem hann kallar Gleðiboðskap guðspjallanna (The Joy of the Gospel). Þar ítrekar páfinn þá sýn sem hann vill að kirkjan standi fyrir. Í bókinni er auðvitað klassískur boðskapur kristinnar kirkju um kærleika, hjálpræði, réttlæti og samstöðu með þeim sem minna mega sín. Góðmennska […]
Um daginn skrifaði ég um það hvernig Evrópuríkin juku skuldir hins opinbera í kreppunni. Írland átti metið, en Ísland var í öðru sæti. Hér að neðan má sjá hver skuldastaða evrópskra ríkja var í lok árs 2012. Heildarskuldir hins opinbera sem % af landsframleiðslu, árið 2012 ((heildarskuldir ríkisins og sveitarfélaga – Heimild: Eurostat) Ísland er […]
Á morgun fjalla seðlabankamenn Íslands og Írlands um lærdóma af fjármálakreppu landanna. Það verður fróðlegt. Þetta eru þau tvö vestrænu lönd sem sigldu sér inn í stærstu braskbólur sögunnar á árunum fram að kreppu. Þegar bólan sprakk varð fallið því stórt hjá báðum þjóðum. Þetta kom fram í gríðarlegri skuldasöfnun beggja þjóðarbúa á bóluárunum. Erlendar […]
Alvanalegt er að skuldir hins opinbera aukast mikið í fjármálakreppum. Það sýna rannsóknir. Almennt mátti búast við að þau ríki sem verst héldu á málum sínum á bóluárunum í aðdraganda fjármálakreppunnar myndu enda uppi með mesta skuldaaukningu. Ísland og Írland voru með stærstu bóluhagkerfin. Þar var ofþenslan mest í aðdraganda kreppunnar og fallið hæst. Þess […]
Íslenskir frjálshyggjumenn, sem lengi hafa lotið forystu Hannesar Hólmsteins og Eimreiðarhóps Sjálfstæðisflokksins, neita að draga nokkurn lærdóm af hruninu og hlut frjálshyggjunnar í aðdraganda þess. Í staðinn brýna þeir sverð og auka róttækni boðskapar síns. Kjörorðið er væntanlega “sókn er besta vörnin”! Auk þess að vera mikilvirkir í endurskrift sögunnar, þar sem bæði frjálshyggjan og […]
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, var lengi helsti stjórnmálagreinandi landsins, í krafti stöðu sinnar. Hann lagði línur fyrir flokkinn og sagði almenningi hvað væri rétt og rangt – og einkum að öllum væri hollast að lúta forystu Sjálfstæðisflokksins í einu og öllu. Nú gætir mikils óþols hjá Styrmi vegna slæmrar stöðu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Nýliðið […]
Hún er athyglisverð nýjasta könnunin á fylgi flokka í Reykjavík (hér). Björt framtíð, sem verður vettvangur þess sem eftir lifir af Besta flokknum, er með mest fylgi. Síðan koma Sjálfstæðisflokkur og Samfylking. En þegar spurt er hvern fólk vilji helst fá sem næsta borgarstjóra er Dagur B. Eggertsson með yfirburði. Um þriðjungur kjósenda styður Dag. […]
Samtök atvinnulífsins og fleiri hafa barist gegn alvöru kauphækkunum til almennings á síðustu misserum. Þau vilja festa Íslendinga í láglaunafari kreppunnar. Þetta hefur ítrekað komið fram og nú síðast í rándýru áróðursmyndbandi, sem fer fram með ævintýraleg ósannindi um kaupmáttarþróun á Íslandi á síðustu sjö árum. Þar er t.d. sagt að 2% kauphækkun muni bæta […]
Fyrri pistlar