Lítilmótleg skattalækkun Fjármálaráðherra kynnti í dag áform sín um skattalækkun, sem sagt hefur verið að yrði framlag stjórnvalda til að greiða fyrir kjarasamningum á almennum markaði. Lækkunin er mest 6.760 krónur á mánuði. Fjármálaráðherra og forsætisráðherra segja að ríkið hafi ekki meira svigrúm. Miklu meira svigrúm er til staðar Kostnaðurinn af þessu framlagi er sagður 14,7 milljarðar. […]
Í skýrslu okkar Indriða H. Þorlákssonar, Sanngjörn dreifing skattbyrðar, sem kom út í síðustu viku, er útfærð víðtæk umbótaáætlun í skattamálum, sem miðar að því að gera skattkerfið bæði sanngjarnara og skilvirkara. Þar eru meðal annars útfærðar tillögur um að vinda ofanaf þeirri miklu skattatilfærslu sem orðið hefur á Íslandi á síðustu tveimur áratugum eða svo, þar […]
Hér er viðtal sem Baldur Arnarson, blaðamaður á Morgunblaðinu, tók við mig fyrir helgarblað Morgunblaðsins 19.-20. janúar. Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og starfsmaður Eflingar, segir almennt litið svo á að með batnandi afkomu styttist vinnutími launafólks. Tilefnið er umfjöllun Morgunblaðsins á þriðjudaginn var um meðalvinnutíma á Íslandi, í ESB og á […]
Það var átakanlegt að hlusta á Brynjar Níelsson tala fyrir einkavæðingu ríkisbankanna í Kastljósi í kvöld. Smári McCarthy beinlínis rúllaði Brynjari upp og pakkaði honum inn í notaðan jólapappír! Að miklu leyti var Brynjar hálf kjaftstopp og vissi ekki hvað hann átti að segja – en að öðru leyti voru rökin sem hann kom með […]
Verkalýðshreyfingin fer nú fram undir nýrri forystu. Þess sér merki í breyttum málflutningi, nýrri tegund kröfugerðar og víðtækari lífskjarapólitík en oft áður. Þessu fylgir einnig mikil ákveðni að hálfu leiðtoga hreyfingarinnar um að ná árangri. Allar eru kröfurnar viðbrögð við vandamálum og göllum í samfélagi okkar og miða að því að bæta úr og […]
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, skrifar um stéttir og stéttabaráttu í nýjasta hefti Vísbendingar (sjá samantekt í Kjarnanum). Megin boðskapur Gylfa er sá, að klassísk stéttagreining eigi ekki lengur við á Íslandi og að kjarabarátta launafólks sé dæmd til að misheppnast. Hvoru tveggja er kolrangt. Gylfi sýnir raunar sjálfur að fyrri staðhæfingin er röng […]
Í skýrslu nefndar fjármálaráðherra um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið er ein sérstaklega athyglisverð niðurstaða, sem kom úr Gallup könnun meðal almennings (frá október 2018). Spurt var: „Hversu jákvæður eða neikvæður ertu gagnvart ríkinu sem eiganda banka?“ Um 61% sögðu jákvæð, 25% voru hlutlaus og einungis 14% voru andvíg ríkiseign banka. Ef einungis er litið til þeirra […]
Tekjuójöfnuður jókst gríðarlega mikið á Íslandi á áratugnum fram að hruni – meira en dæmi eru um í öðrum vestrænum samfélögum. Sú aukning var frá stöðu eins allra mesta jafnaðar sem var að finna á Vesturlöndum fyrir árið 1995. Hámarki náði ójöfnuðurinn árið 2007. Eftir hrun jafnaðist tekjuskiptingin mikið á ný, vegna samdráttar fjármagnstekna og […]
Hagfræðingur Viðskiptaráðs fór geyst í gær og lagði út af nýrri tilraun Hagstofu Íslands til að meta framleiðni. Fékk þessi ágæti maður þá niðurstöðu að Ísland væri nú með einna stystu vinnuvikuna meðal OECD-ríkjanna, í stað þess að vera með eina af þeim allra lengstu, eins og hagskýrslur hafa sýnt um áratuga skeið (sjá hér). […]
Forsenda kröfugerðar Starfsgreinasambandsins (SGS) er sú, að launafólk geti framfleytt sér á dagvinnulaunum. Markmiðið er að lágmarkslaun dugi fyrir framfærslukostnaði einstaklings samkvæmt framfærsluviðmiðum stjórnvalda (að viðbættum lágmarks húsnæðiskostnaði). Þessu markmiði má ná með skattalækkun, hækkun bóta og hækkun launa, í mismunandi samsetningum. Þetta er í raun krafa um viðunandi ráðstöfunartekjur, í því landi sem hefur […]
Fyrri pistlar