Sunnudagur 11.11.2018 - 19:41 - FB ummæli ()

Launakröfur verkalýðshreyfingarinnar

Forsenda kröfugerðar Starfsgreinasambandsins (SGS) er sú, að launafólk geti framfleytt sér á dagvinnulaunum. Markmiðið er að lágmarkslaun dugi fyrir framfærslukostnaði einstaklings samkvæmt framfærsluviðmiðum stjórnvalda (að viðbættum lágmarks húsnæðiskostnaði).

Þessu markmiði má ná með skattalækkun, hækkun bóta og hækkun launa, í mismunandi samsetningum. Þetta er í raun krafa um viðunandi ráðstöfunartekjur, í því landi sem hefur hæstan framfærslukostnað í Evrópu (sjá hér – https://hagstofa.is/utgafur/frettasafn/verdlag/magntolur-vergrar-landsframleidslu-og-einstaklingsbundinnar-neyslu-a-mann-i-evropurikjum-2017/).

Starfsgreinasambandið setur fram kröfu um að lágmarkslaun verði 425.000 krónur í lok samningstímans (3 ár). Hið sama gerir VR. Ef hækkunin dreifist jafnt á þrjú ár þá er þetta hækkun um 42.000 krónur á ári. Ef hækkunin verður flöt upp launastigann, sú sama í krónutölu fyrir alla, þá yrði prósentuhækkun launa fallandi – og þar með kostnaður fyrirtækja af launahækkuninni.

Á myndinni hér að neðan er sýnd prósentuhækkun á ári eftir stighækkandi grunnlaunum, sem flöt hækkun um 42.000 kr. skilar, á verðlagi ársins 2018.

Lágmarkslaun myndu hækka um 14% á ári en allra hæstu laun myndu hækka um 1%. Meðallaunahækkun reglulegra launa (skv. skilgreiningu Hagstofu Íslands) yrði 6,5% á ári og miðlaun myndu hækka um 7,7%. Helmingur launafólks er með lægri laun en miðlaun og helmingur er með hærri laun.

Ekki er tekið tillit til hugsanlegra breytinga á vinnutíma, skatta- og bótakerfum, eða öðrum starfstengdum skilyrðum.

Sumir hafa talað um þessar kröfur sem óraunhæfar og jafnvel líkt þeim við „sturlun“!

Þeim hinum sömu er bent á að svona fyrirkomulag launahækkana gefur möguleika á að halda hækkun heildar launakostnaðar innan hóflegra marka – eins og sjá má á myndinni.

 

______________________________

Stefán Ólafsson er prófessor við HÍ og starfar í hlutastarfi sem sérfræðingur hjá Eflingu stéttarfélagi.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar