Miðvikudagur 07.11.2018 - 13:13 - FB ummæli ()

Fráleit vaxtahækkun Seðlabankans

Nú þegar hægir á efnahagslífinu, eftir að hagvöxtur varð talsvert meiri á fyrri hluta ársins en spáð var, þá stígur peninganefnd Seðlabankans fram og hækkar stýrivexti um 0,25%.

Þetta gengur gegn allri venjulegri hagstjórn. Við kólnun hagkerfisins myndu flestir Seðlabankar grannríkjanna lækka vexti til að milda niðursveifluna eða jafnvel til að vega á móti henni. Vaxtahækkun við þessi skilyrði hægir enn frekar á hagkerfinu.

Hækkanir vaxta koma fyrst og fremst til að dempa uppsveiflur eða til að vinna gegn ofþenslu. Ekkert slíkt er nú í kortunum hér á landi.

Svo vísa þeir í vaxandi „verðbólguvæntingar“ sem byggja á kukli eða marklausum kveðskap frekar en alvöru vísindalegum mælingum.

Ef það gætir einhvers þrýstings til lítillega hærri verðbólgu um þessar mundir þá er það vegna hækkunar olíuverðs á heimsmarkaði.

Á vaxtahækkun á Íslandi að draga úr olíuverðshækkun á heimsmarkaði?

Þarna er sem sagt verið að beita meðulum á rangan sjúkdóm og rangan sjúkling! Þetta er undarleg læknisfræði hjá Seðlabankanum – og að auki kjánaleg pólitík.

Ef Seðlabankinn telur að hann sé með þessu að senda aðilum vinnumarkaðarins skilaboð um að ekki megi hækka laun um of í komandi kjarasamningum þá er þetta líklegra til að hafa öfug áhrif – ef þá einhver.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar