Það verður fróðlegt að sjá hverjar verða niðurstöður samninga milli VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Ekki síst vegna þess að samningsstaða Sjálfstæðisflokksins er veik. Helsti möguleiki Sjálfstæðismanna á annarri stjórnarmyndun er með Framsókn, Miðflokki og Flokki fólksins. En Sigurður Ingi hefur þegar hafnað þeim kosti. Án Framsóknar getur ekki orðið af honum. Og raunar yrði það veikur kostur […]
Nú er Framsókn búin að blása af fjögurra flokka mið-vinstri stjórn. Sjálfsagt telur forysta Framsóknar að hún hafa þar með greitt fyrir myndun þriggja flokka stjórnar D+B+V. Það er hugsanlegt – en ekki líklegt. Framsókn gæti allt eins hafa spilað sig út í horn. Ekki síst vegna þess að Sigurður Ingi tók líka illa í […]
Ég er líklega orðinn of svartsýnn þegar íslensk stjórnmál eru annars vegar. Hafði enga trú á að það myndi ganga að mynda þá stjórn sem nú er unnið að, fjögurra flokka stjórn á miðju og vinstra megin. Þess vegna lagði ég til það sem ég hélt að gæti komið á dagskrá í desember eða janúar, […]
Stærstu einstöku sigurvegarar kosninganna eru Sigmundur Davíð, Logi Einarsson og Inga Sæland – og flokkar þeirra. Miðflokkurinn bætir mestu við sig (10,9%), þá Samfylkingin (6,4%) og Flokkur fólksins (3,4%). VG bæta við sig 1% en allir aðrir tapa fylgi. VG nær mun minni árangri en kannanir gáfu von um. Mestu tapa Píratar (-5,3%) og svo […]
Sú var tíðin að séreignastefna í húsnæðismálum var ein helsta skrautfjöðrin í stefnu Sjálfstæðisflokksins. Það var á eftirstríðsárunum og stóð til þess tíma er nýfrjálshyggjan varð allsráðandi í flokknum. Séreignastefna í húsnæðismálum höfðaði sérstaklega vel til millistéttarinnar í samfélaginu, sem var mjög vaxandi á þessum árum. Það skapaði Sjálfstæðisflokknum sterka stöðu og gerði flokknum kleift […]
Menn hafa rætt nokkuð um skattbyrði undanfarið. Ekki er allt rétt sem sagt er um það mál. Hægri menn kenna vinstri flokkum um miklar hækkanir á skattbyrði almennings og segjast sjálfir standa fyrir skattalækkanir. Það er vægast sagt villandi, eins og sýnt verður hér að neðan. Vinstri menn segjast vilja auka útgjöld hins opinbera til […]
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er mjög viðkunnanlegur maður. En það er lítið byggjandi á loforðum sem hann gefur lífeyrisþegum. Ég minnist þessa ekki að nokkur íslenskur stjórnmálamaður hafi lofað eldri borgurum umtalsverðum kjarabótum og svikið þau loforð jafnhratt aftur. Fyrir kosningar 2013 sendi Bjarni bréf til allra eldri borgara og sagðist ætla að afnema tekjutengingar ellilífeyris […]
Í gær var birt ný skýrsla ASÍ, Skattbyrði launafólks 1998-2016. Þetta er mikilvæg skýrsla fyrir almenning, enda sýnir hún hvernig þróun skattkerfisins og velferðarbóta hefur verið óhagstæð lægri og milli tekjuhópum. Ég hef skrifað mikið um þessi mál á síðusta áratug (sjá t.d. hér og hér) og féll í mikla ónáð hjá Sjálfstæðismönnum og talsmönnum fyrirtækja […]
Á síðustu árum hafa fjármagnstekjur, einkum arðgreiðslur til eigenda fyrirtækja, aukist umtalsvert. Á sama tíma hafa vaxtabætur til húsnæðiskaupenda stórlækkað og þeim sem þær fá hefur stórfækkað. Sjá um þetta t.d. hér og hér. Vaxtabætur eru nú einungis um þriðjungur af því sem mest var árin 2010-2011. Hverjir hagnast? Þetta er gott fyrir stóreignafólkið […]
Bubbi Mortens hefur nýlega sent frá sér plötuna Tungumál (sjá hér). Bubbi hefur í gegnum tíðina verið einstaklega skapandi og leitandi listamaður. Hann hefur siglt frá einum stíl til annars og iðulega slegið meistaratakta. Á þessari nýju plötu treður meistarinn enn einn nýja slóðann. Hann leitar áhrifa í latino tónlist Suður Ameríku og teygir sig á […]
Fyrri pistlar