Um daginn sýndi ég skuldaþróunina á Íslandi, Írlandi og í Grikklandi. Í dag sýni ég skuldabyrði íslenska ríkisins (ríki og sveitarfélög) í samanburði við flestar aðrar Evrópuþjóðir og Bandaríkin árið 2011. Síðan skoðum við skuldir heimila og fyrirtækja í nokkrum löndum, í seinni huta greinarinnar. Fyrst eru hér skuldir hins opinbera, sem % af landsframleiðslu. […]
Það er fróðlegt að bera saman skuldaþróunina hjá okkur Íslendingum og tveimur öðrum kreppuþjóðum: Grikkjum og Írum. Fyrri myndin sýnir brúttóskuldir hins opinbera (ríki, sveitarfélög og almannatryggingar) sem hlutfall af landsframleiðslu. Þetta eru nýjustu tölur frá Hagstofu Evrópusambandsins (Eurostat) og ná til ársloka 2011. Mynd 1: Opinberar skuldir alls, sem % af landsframleiðslu. Heimild: Eurostat […]
Frægt varð þegar Davíð Oddsson, þá aðalbankastjóri Seðlabanka Íslands, sagði í Kastljósi í miðju bankahruninu að við myndum “ekki greiða skuldir óreiðumanna”. Nú fjórum árum síðar er þetta allt að verða skýrara – á annan veg. Ríkisendurskoðun skilaði fyrir nokkru skýrslu um fjárhagstjón skattgreiðenda vegna fyrirgreiðslu ríkisins við fjármálastofnanir í kjölfar bankahrunsins. Það er beinn kostnaður […]
Það er fróðlegt að skoða þróun tekjuójafnaðar í Bandaríkjunum yfir lengri tíma. Ójöfnuður tekna náði hámarki þar á árinu 1928 og síðan aftur á árinu 2007. Í bæði skiptin fylgdi stór fjármálakreppa í kjölfarið. Þetta er athyglisvert samband, sem margir fræðimenn erlendis hafa tekið eftir. En ójöfnuður og fjármálakreppur virðast einnig vera nátengdar frjálshyggjupólitík. Áratuginn frá […]
Í framhaldi af frétt RÚV í fyrradag um að skattahækkanir á hvern skattgreiðanda eftir hrun hefðu numið um 360 þúsund krónum skrifaði ég grein í gær sem sýndi að bæði heildartekjur hins opinbera og skatttekjur allar höfðu lækkað umtalsvert frá 2007 til 2011, bæði m.v. fast verðlag og sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. Í dag sýni […]
Í sjónvarpsfréttum RÚV í gærkvöld var frétt um að hundruð breytinga hefðu verið gerðar á skattkerfinu eftir hrun sem hefðu falið í sér hækkun gjalda á hvern íbúa upp á um 360.000 krónur. Fréttin virtist vera í boði Viðskiptaráðs. Vissulega hafa verið gerðar breytingar á tekjuöflunarkerfi hins opinbera vegna hrunsins, en þær telja ekki í […]
Samtök atvinnulífsins hafa kynnt nýjar tillögur sínar um breytingar á samkeppnislögum. Samtökin vilja veikja framkvæmd laganna, veikja Samkeppniseftirlitið og fá meira frelsi á markaðinn. Fræg er lýsing Adams Smith í bókinni Auðlegð þjóðanna á því hvernig fundir kaupahéðna snúast gjarnan upp í tal um samráð gegn hagsmunum almennings. Þetta má einmitt sjá í framkvæmd í […]
Í vikunni var Bjarni Benediktsson í viðtali í Morgunblaðinu að tala um skattbyrði. Hann kynnti þar línurit sem átti að sýna að skattbyrði allra hafi aukist frá 2007 til 2012. Línuritið er byggt á reiknidæmi sem hagræðir forsendum á þann veg að útkoman fyrir árið 2007 verður röng. Tölur Bjarna eru ekki raunverulega álagðir skattar, […]
Nýtt fréttabréf Viðskiptaráðs kemur svo sannarlega á óvart! Frægt var þegar Viðskiptaráð lýsti yfir í skýrslu frá 2006 að við Íslendingar ættum að hætta að líta til hinna norrænu þjóðanna eftir fyrirmyndum. Við værum þeim framar á flestum sviðum. Þetta var á þeim tíma sem stjórnvöld framkvæmdu um 95% af skoðunum og stefnumálum Viðskiptaráðsins, sem […]
Það er mikilvægt að greina á milli góðra og slæmra kapítalista, góðra og slæmra athafnamanna á sviði atvinnu- og fjármála. Ekki síst þegar menn gagnrýna atvinnulífið, fjármálamenn og fyrirtækjamenn, eins og ég geri stundum. Steven Jobs er gott dæmi um góðan kapítalista. Hann hefur um langa hríð verið leiðandi í nýsköpun. Búið til tölvutæki margvísleg […]
Fyrri pistlar