Föstudagur 10.05.2013 - 12:30 - FB ummæli ()

Útileikir með börnunum okkar

Mér hefur lengi fundist aðgengi barna að foreldrum sínum vera alltof lítið, ljái mér hver sem vill.

Það eru endalaus átök í gangi um að hjóla í vinnuna, brennó fyrir fullorðna, gönguhópar í vinnunni og svo mætti lengi telja sem er allt gott og blessað, en því miður er það þannig að alltof margir hafa lítinn tíma aflögu til að hjálpa börnunum sínum að leika sér.

Þegar ég var að alast upp var það skammyrði að vera innipúki og þeir sem héngu inni og voru ekki úti að leika sér, fengu þetta viðurnefni.  Krakkafjöldinn sem fór út í leiki eftir skóla og á kvöldinn var mikill.  Þar var farið í eina krónu, brennibolta, hlaupa í skarðið, skotbolta, sippa, verpa eggjum með allskonar afbirgðum svo dæmi sé tekið.

Nú er það þannig að þessa nokkra blíðviðrisdaga sem hafa verið hérna í borginni, þá hef ég farið út með börnunum í skotbolta og verpa eggjum og áður en ég veit er hópur af nágrannakrökkum komin í kring og horfa á.  Ég býð þeim að vera með en þau er ekki alveg til í það strax, en svo kemur að því og þá get ég dregið mig í hlé og leyft þeim sem eru þá komnir í hópinn að leika áfram.  Af þessu er hin mesta skemmtun, en ég sé aldrei neina aðra foreldra gera þetta og ég sé bara mjög sjaldan börn að leik úti í garði eða í kring, nema helst í fótbolta og ekki hafa allir áhuga á honum.

Mig langar að hvetja alla foreldra til að hugsa um það að við erum að gefa börnunum okkar gott fordæmi með því að kenna þeim þá leiki sem við lékum okkur í sem börn og höfðum gaman að.  Auðvitað er gott að gefa þeim gott fordæmi með að hjóla í vinnuna, fara út að hlaupa og hreyfa sig, en í gegnum leik verður lífið svo miklu skemmtilegra.

Áskorun á foreldra fyrir sumarið er því að fara meira út að leika með börnunum, kenna þeim leiki og sameinast í gleðinni sem því fylgir og veita þeim meiri aðgang að okkur nú með hækkandi sól.

Mínar allra bestu leikkveðjur 😉

 

Flokkar: Bloggar · Íþróttir · Lífstíll · Óflokkað · Vinir og fjölskylda

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og tveimur? Svar:

Höfundur

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
Borgarfulltrúi og oddviti Borgarinnar okkar Reykjavík, sem býður fram í næstu borgarstjórnarkosningum.  Lögfræðingur að mennt.  Eflist við allt mótlæti.
RSS straumur: RSS straumur