Mánudagur 08.09.2014 - 11:20 - FB ummæli ()

Pant kaupa fasteign !

Meirihlutanum í Reykjavík finnst nákvæmlega ekkert athugavert við að samþykkja kauptilboð í fasteignir á eftirsóttasta stað borgarinnar og taka ákvörðun um „ásættanlegt“ verð á grundvelli 15 mánaða gamalla verðmata.

Borgarstjórinn kom kokhraustur í viðtal í kvöldfréttum RÚV 2. september síðast liðinn og sagði að það hafi verið leitað eftir mati tveggja reyndra fasteignasala um hvað væri eðlilegt að fá fyrir húsin og að þetta verð sé á því bili, aðeins umfram það reyndar.  En það sem Borgarstjórinn gleymdi algerlga að nefna var að þau verðmöt sem lágu fyrir voru 15 mánaða gömul, eða frá því í maí 2013.

http://www.ruv.is/frett/telur-ad-bida-hefdi-att-lengur-med-soluna (01:38)

Á borgarstjórnafundi sama dag, heldur hann því fram að verðið sé á þeim slóðum sem fasteignasalar mátu eignina, en hann og meirihlutinn tók ekkert tillit til þess að verðmötin voru 15 mánaða gömul.

Þegar þessi verðmöt voru gerð, þá bar þessum tveimur reyndu fasteignasölum svo mikið á milli að það munaði tæplega 20% á verðmötunum, eða tæplega 60 milljónum.  Sú staðreynd var ekki til þess að meirihlutanum í borgarstjórn fyndist tilefni til þess að fá ný verðmöt til þess að hafa vaðið fyrir neðan sig þegar samþykkt var sala fasteignanna.

Það eru engin ný sannindi að fasteignaverð í miðborg Reykjavíkur hefur hækkað svo mikið á síðastu árum og þá sérstaklega síðasta ári að mörgum þykir nóg um.  En borgarfulltrúum meirihlutans lá svo mikið á að losa um eignirnar að ekki var hægt að afla nýrra verðmata og taka svo ákvörðun. Það er allt gegnsæið sem nýr meirihluti ætlar að viðhafa í samræmi við nýjan samstarfssamning.

Reykjavíkurborg er að selja tæplega 790 fermetra af byggingumá 462.000 kr á hvern fermetra.  En borgin er einnig að selja um 900 fm byggingarrétt sem fylgir þá með sem bónus fyrir kaupandann.  365 milljónir er einfaldlega alltof lágt verð fyrir þessar fasteignir og byggingarrétt.

Er það stefna meirihluta borgarstjórnar að  selja fasteignir Reykjavíkurborgar  á 15 mánaða gömlum verðum og að það fylgi með endurgjaldslaus byggingarréttur fyrir rúmlega helming þeirra fermetra sem keyptir eru?

 

Flokkar: Bloggar · Stjórnmál og samfélag · Viðskipti og fjármál
Efnisorð: , , , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og þremur? Svar:

Höfundur

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
Borgarfulltrúi og oddviti Borgarinnar okkar Reykjavík, sem býður fram í næstu borgarstjórnarkosningum.  Lögfræðingur að mennt.  Eflist við allt mótlæti.
RSS straumur: RSS straumur