Laugardagur 08.11.2014 - 21:55 - FB ummæli ()

Samfylkingarforystan þögnuð?

Frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík talar niður til þess hluta þjóðarinnar sem býr ekki á höfuðborgarsvæðinu. Frambjóðandinn talar um frekjuna í hyskinu af landsbyggðinni. Þetta hyski heimti að fá að stjórna nærumhverfi þeirra sem búi á höfuðborgarsvæðinu.

Hverju svarar forysta Samfylkingarinnar þegar svona er talað til kjósenda hennar á landsbyggðinni?

Er forystan sammála frambjóðandanum?

Flokkar: Bloggar · Dægurmál · Stjórnmál og samfélag · Vinir og fjölskylda · Viðskipti og fjármál
Efnisorð: , , , , , , , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Ummæli

  • Tek undir hvert orð Einars Kárasonar. Frekjan í forréttindaliðinu úti á landi er yfirgengileg. Það heimtar að fá að búa á stöðum þar sem lífsviðurværið er ekkert. Það hefur ekki dug í sér sjálft til að skapa þetta viðurværi í „heimabyggð“ heldur heimtar að fá framfærslu frá skattgreiðendum, sem flestir búa á Reykjavíkursvæðinu. Fólkið úti á landi hefur tvöfaldan atkvæðisrétt sem gerir því kleift að viðhalda þessu óhagræði. Það heimtar að halda í stórhættulegan flugvöll þar sem flugtaks- og lendingarlína fer beint yfir Alþingishúsið annars vegar og hins vegar yfir þéttbýlustu hverfi höfuðborgarsvæðisins. Neitar að viðurkenna skipulagsrétt Reykvíkinga og þann rétt Reykvíkinga að nota þetta verðmæta flugvallarland til skynsamlegra nota. Lætur eins og hver einasta innanlandsflufarþegi sé í andaslitrunum akkúrat þegar vélarnar lenda á Reykjavíkurflugvelli.
    Ég er búinn að fá nóg eins og Einar. Flugvöllinn burt og full mannréttindi til íbúa höfuðborgarsvæðisins, fullan atkvæðisrétt.

  • Framsóknarmenn eru óþarflega hörundsárir og veikja með því stöðu sína í umræðunni. Þingmennirnir Þórunn Egilsdóttir og Þorsteinn Sæmundsson tóku að sér, sár og móðguð að auglýsa sýningu Snorra Ásmundssonar, honum til mikillar gleði. Snorri er listamaður þeirrar gerðar, að fáir eru uppnumdir af verkum hans og því hvalreki fyrir hann að fá ókeypis auglýsingu með tilstyrk framsóknarmanna.
    Öðru máli gegnir um Einar Kárason. Hann er vinsæll og víðlesinn rithöfundur og framsóknarmenn eiga ekki að kippa sér upp við sleggjudóma hans um hyskið á landsbyggðinni. Orð mótuð af rithöfundi sem er undir sterkum áhrifum af Sturlungu og fyrirgefning því sjálfsögð með því að kinka bara kolli í þeirri fullvissu, að hann hafi ekki verið með sjálfum sér þegar hann í hita leiksins lét orðin falla.
    Framsóknarmenn eiga að halda keikir fram stefnu sinni og verkum en láta ekki hnjóðsyrði og rakalausan þvætting koma sér úr jafnvægi. Flest af því dæmir sig sjálft líkt og hugarfóstur Snorra, þess mikilhæfa listamanns!

  • Guðný Ármannsdóttir

    Krónprins Samfylkingarinnar Stefán Jón Hafstein stendur algerlega með Einari

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og einum? Svar:

Höfundur

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
Borgarfulltrúi og oddviti Borgarinnar okkar Reykjavík, sem býður fram í næstu borgarstjórnarkosningum.  Lögfræðingur að mennt.  Eflist við allt mótlæti.
RSS straumur: RSS straumur