Mánudagur 10.11.2014 - 22:10 - FB ummæli ()

Stjórn Strætó bs.

Í 5. gr. stofnsamnings um Strætó bs.(byggðasamlag) sem undirritaður var og samþykktur þann 7. maí 2001, kemur fram að formaður stjórnar skuli vera fulltrúi fjölmennasta sveitafélagsins. Það er engum blöðum um það að flétta að Reykjavík er fjölmennasta sveitafélagið sem að samningnum stendur.

Kristín Soffía Jónsdóttir úr Samfylkingunni f.h. Reykjavíkur, á samkvæmt ofanrituðu að vera formaður stjórnar Strætó bs, en í tilkynningu til fyrirtækjaskrár Ríkisskattstjóra dagsettri 9. júlí 2014 kemur fram að Bryndís Haraldsdóttir úr Mosfellsbæ, Sjálfstæðisflokki, sé formaður stjórnar.
Slíkt er andstætt lögum félagsins.

Er þetta samkomulag Samfylkingar og Sjálfstæðismanna í sveitastjórnum á höfuðborgarsvæðinu?

Hvernig fær þetta staðist?

Ekki er óeðlilegt að spurt sé hvort að öll stjórn byggðasamlagsins Strætó sé í molum, ef þeim tekst ekki einu sinni að skipa stjórnina lögum samkvæmt.

Uppfært:
http://ssh.is/images/stories/Byggdasamlog/Eigendastefna%20Strætó_til%20undirritunar.pdf

1.  Ekki hefur verið breytt samþykktum byggðasamlagsins, þrátt fyrir að eigendastefna hafi verið sett fram árið 2013.

2.  Stjórn strætó bs. óskaði eftir því 5. júlí 2010 að sem fyrst yrði hugað að breytingum á stofnsamþykktum byggðasamlagsins á vettvangi SSH, þar sem tekið verði á verkaskiptingu og samstarfi sveitafélaga innan Strætó bs. til framtíðar.  Þeirri vinnu átti að ljúka innan árs, sbr. http://www.straeto.is/um-straeto/fundargerdir/nr/415

3.  Þann 20. janúar 2011 var lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna, frá 13. janúar 2011, þar sem borgarráð samþykkti að skipa að nýju þverpólitískan starfshóp borgarfulltrúa til að halda utan um stefnu og áherslur Reykjavíkurborgar í endurskoðun eigenda á eigendasamkomulaginu og stofnsamþykkt Strætó bs.
Var tillagan samþykkt en skipan í starfshópin frestað, sbr.

http://eldri.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-725?_ga=1.105963008.281546579.1415623255

4.  Árið 2013 er síðan sett fram eigendastefna Strætó bs., en þar eru engar breytingar gerðar á því hvernig formaður stjórnar skuli skipaður.

5.  Það sem kemur fram á heimasíðu straeto.is er einfaldlega rangt miðað við öll fyrirliggjandi gögn, sem hægt er að nálgast hjá fyrirtækjaskrár RSK og skv. fundargerðum Strætó bs., borgarráðs, borgarstjórnar og SSH.

 

Flokkar: Bloggar · Óflokkað · Stjórnmál og samfélag · Viðskipti og fjármál
Efnisorð: , , , , , , , , , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og þremur? Svar:

Höfundur

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
Borgarfulltrúi og oddviti Borgarinnar okkar Reykjavík, sem býður fram í næstu borgarstjórnarkosningum.  Lögfræðingur að mennt.  Eflist við allt mótlæti.
RSS straumur: RSS straumur