Fimmtudagur 04.12.2014 - 20:49 - FB ummæli ()

Lóðaskortur í Reykjavíkurborg

Þann 9. október, fyrir tveimur mánuðum síðan, lögðu Framsókn og flugvallarvinir fram eftirfarandi fyrirspurn í borgarráði:

“Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Upplýsinga er óskað um hvaða lóðir eru í eigu Reykjavíkurborgar vestan Elliðaáa, sem eru byggingarhæfar nú, eða á næstu 6 mánuðum, sem ekki hefur verið ráðstafað til byggingaraðila.”, sbr. fundargerð 9. okt. 2014

Þessarri fyrirspurn hefur ekki ennþá verið svarað, en samt hefur nú verið samþykkt í borgarráði viljayfirlýsingar á milli a) borgarinnar og Búseta, (fundargerð 4. des 2014.) b)borgarinnar og Félagsstofunar stúdenta og borgarinnar og c) Byggingarfélagsnámsmanna fundargerð 27. nóv 2014. um úthlutun á ákveðnum lóðum í eigu borgarinnar til þessarra aðila.

Gagnrýnt hefur verið að jafnræðis sé ekki gætt í “velviljuðum” lóðarúthlutunum til eins húsnæðissamvinnufélags umfram önnur, sbr. bókanir Framsóknar og flugallarvina við afgreiðslu viljayfirlýsinganna þann 4. desember 2014.

Ef fleiri húsnæðissamvinnufélög fara þess á leit við borgina, að fá vilyrði fyrir lóðum, hvaða lóðir verða þeim þá boðnar? Miðað við þögnina sem ríkir vegna þessarar fyrirspurnar hlýtur staðan að vera sú að borgin á engar lóðir á þessu svæði til úthlutunar.

Er þetta réttláta samfélagið sem við viljum byggja upp, þegar einu félagi er hyglt á kostnað annarra?

Flokkar: Bloggar · Stjórnmál og samfélag
Efnisorð: , , , , , , , , , , , , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sex? Svar:

Höfundur

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
Borgarfulltrúi og oddviti Borgarinnar okkar Reykjavík, sem býður fram í næstu borgarstjórnarkosningum.  Lögfræðingur að mennt.  Eflist við allt mótlæti.
RSS straumur: RSS straumur