Fimmtudagur 11.08.2016 - 12:41 - FB ummæli ()

Formaður innkauparáðs ekki skráður á hagsmunaskrá

Í borgarráði í dag barst svar frá fjármálaskrifstofu borgarinnar um hverjir teljist til fruminnherja.

Ljóst er að nokkrir aðilar gegna pólitískt skipuðum stöðum á vegum Reykjavíkurborgar sem ekki hafa talið að þeir eigi að gera ráð fyrir hagsmunaskráningu sinni eða skrá sig sem innherja sem skv. lögum á að gera. Það vekur óneitanlega athygli að formaður innkauparáðs, Kjartan Valgarðsson (xs) er hvergi skráður á hagsmunaskrá né sem innherji, né heldur Magnea Guðmundsdóttir sem situr með honum í ráðinu en ráðið tekur ákvarðanir í tilteknum innkaupamálum sbr. innkaupareglur Reykjavíkurborgar, mótar innkaupareglur og hefur eftirlit með að innkaupareglum sé fylgt. http://reykjavik.is/radognefndir/innkauparad.  Er slíkt eðlilegt og gegnsætt í stjórnsýslu meirihluta borgarinnar sem þykist ætíð ganga fram með góðu fordæmi.

Framsókn og flugvallarvinum lögðu því fram tillögu í borgarráði í dag þess efnis að þeir aðilar sem gegna formennsku, varaformenn og aðrir fulltrúar sem sitja í ráðum og nefndum Reykjavíkurborgar og eru EKKI kjörnir fulltrúar séu líka skráðir sem fruminnherjar hjá borginni.http://www.fme.is/eftirlitsstarfsemi/utgefendur-verdbrefa/fruminnherjar/issuer/5302697609

Í framhaldi af þeirri tillögu er ljóst að við munum einnig óska eftir því að þeir geri grein fyrir fjárhagslegum hagsmunum sínum. Enda er með öllu óeðlilegt að hægt sé að skipa pólitíska fulltrúa í nefnd, en þeir séu undanþegnir kröfum um gegnsæi þegar kemur að hagsmunaskráningu þar sem þeir eru EKKI kjörnir fullrúar. En hér sést hverjir það eru sem eru skráðir hagsmunaskráningu hjá Reykjavíkurborg: http://reykjavik.is/borgarfulltruar-0

Þá hafa áheyrnafulltrúar ekki tekið það sérstaklega til sín að skrá hagsmuni sína, né heldur sem fruminnherja en þeir hafa allan sama rétt að aðgengi að gögnum og trúnaðarupplýsingar eins og aðrir fullrúar nefnda og ráða sem þeir sitja í. Í ráðum og nefndum borgarinnar eru lagðir fram, kynntir og gerðir fjárhagsrammar, fjárhagsáætlanir og uppgjör sem öll snerta viðkvæmar fjárhagslegar upplýsingar um rekstur borgarinnar og verkefni hennar.

Er leynd sumra betri en leynd annarra?

Flokkar: Bloggar · Stjórnmál og samfélag · Viðskipti og fjármál
Efnisorð: , , , , , , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sex? Svar:

Höfundur

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
Borgarfulltrúi og oddviti Borgarinnar okkar Reykjavík, sem býður fram í næstu borgarstjórnarkosningum.  Lögfræðingur að mennt.  Eflist við allt mótlæti.
RSS straumur: RSS straumur