Fimmtudagur 12.04.2018 - 20:57 - FB ummæli ()

Af borgarafundi um skólamál

Á undanförnum árum hefur verið unnið frábært starf í Réttarholtsskóla í Reykjavík, fyrst undir forystu Hilmars Hilmarssonar skólastjóra og síðan Jóns Péturs Zimsen sem tók við af honum. Á borgarafundi um skólamál, sem fram fór í kvöld, gagnrýndi Jón Pétur skólayfirvöld í Reykjavík og benti á tregðu þeirra til að líta til niðurstaðna PISA-kannana.  Kvaðst Jón Pétur hafa þurft að ýta á að borgin aflaði upplýsinga um niðurstöðurnar og hafa sjálfur þurft að fara til Menntamálastofnunar. Svar Skúla Helgasonar, formanns skóla- og frístundaráðs borgarinnar, var að þetta væri „misskilningur“ hjá Jóni Pétri.

 

Jón Pétur benti á að niðurstöðurnar væru nauðsynlegar fyrir skólastjórnendur til að þeir geti áttað sig á því hvað er gert vel og hvað má gera betur.  Í stefnu Reykjavíkurborgar í menntamálum væri því miður rætt um niðurstöður PISA-kannana eins og „dægurmál“.  Viðbrögð Skúla voru að fara í vörn.

 

Það er alkunna að Jón Pétur nýtur mikillar virðingar meðal skólastjórnenda, kennara og foreldra.  Það er dapurlegt þegar formaður skóla- og frístundaráðs svarar málefnalegri gagnrýni skólastjórans líkt og hann sé á framboðsfundi.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag
Efnisorð:

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og tveimur? Svar:

Höfundur

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
Borgarfulltrúi og oddviti Borgarinnar okkar Reykjavík, sem býður fram í næstu borgarstjórnarkosningum.  Lögfræðingur að mennt.  Eflist við allt mótlæti.
RSS straumur: RSS straumur