Þriðjudagur 19.05.2015 - 10:56 - FB ummæli ()

Áfellisdómur yfir verkum kjörinna fulltrúa.

Í skýrslu innri endurskoðunar borgarinnar um ferðaþjónustu fatlaðra sem birt var í gær segir skýrt að kjörnir fulltrúar hafi ekki staðið vaktina með spurningum á vettvangi fagráða um framgang verkefnisins. Jafnframt segir að eftirlit velferðarráða og velferðarsviða sveitarfélaganna á innleiðingartímanum hafi brugðist að mati endurskoðunarinnar. Frétt RÚV

Þetta er áfellisdómur yfir verkum kjörinna fulltrúa.

Núverandi meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur, fulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata eru örugglega algerlega ósammála þessari staðhæfingu minni.  Þeir telja það einfaldlega ekki sína ábyrgð að hafa afskipti af einstaka verkefnum Strætó bs. Sú afstaða þeirra kom bersýnilega fram í bókun sem þeir gerðu í borgarráði þegar þeir sögðust ekki sjá hvernig afskipti af ráðningarsamningi (í þessu tilviki fyrrverandi framkvæmdastjóra) geti verið hluti af verkefnum borgarráðs og að málið sé alfarið í höndum Strætó bs. 28. liður í fundargerð borgarráðs

Þannig lítur meirihlutinn á þetta, fríar sig ábyrgð og telur að verkefni fagráðanna, þar með talið borgarráðs, (sem er í raun framkvæmdastjórn sveitafélagsins) ,sé ekki að hlutast til um eða hafa afskipti af einstökum verkefnum stjórnar Strætó bs.  Alls ekki spyrja spurninga, alls ekki óþægilegra spurninga, ekki koma með tillögur. Ekki benda á mig.

Framsókn og flugvallarvinir líta einfaldlega svo á, að það séu engin málefni undanþegin afskiptum borgarráðs. Því geta kjörnir fulltrúar einfaldlega beint tilmælum til stjórna byggðasamlaga og dótturfélaga um “ad hoc málefni” er varða stjórnsýslu og stjórnun, enda ber borgarráð skv. 35. gr. sveitastjórnarlaga, ábyrgð á stjórnsýslu sveitarfélagsins í rúmum skilningi þess hugtaks.  Þessi afstaða okkar kom skýrt fram í bókun í borgarráði í haust. 28. liður í bókun borgarráðs

Í ljósi alls þessa er rétt að benda á að enn er óafgreidd tillaga Framsóknar og flugvallarvina í borgararráði frá 12. febrúar 2015 um að Reykjavíkurborg skipti út sínum stjórnarmanni og varamanni hans úr byggðasamlaginu.  37. liður fundargerðar borgarráðs

Svona er stjórnsýslan í Reykjavíkurborg í dag.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og þremur? Svar:

Höfundur

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
Borgarfulltrúi og oddviti Borgarinnar okkar Reykjavík, sem býður fram í næstu borgarstjórnarkosningum.  Lögfræðingur að mennt.  Eflist við allt mótlæti.
RSS straumur: RSS straumur