Færslur fyrir flokkinn ‘Bloggar’

Laugardagur 08.11 2014 - 21:55

Samfylkingarforystan þögnuð?

Frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík talar niður til þess hluta þjóðarinnar sem býr ekki á höfuðborgarsvæðinu. Frambjóðandinn talar um frekjuna í hyskinu af landsbyggðinni. Þetta hyski heimti að fá að stjórna nærumhverfi þeirra sem búi á höfuðborgarsvæðinu. Hverju svarar forysta Samfylkingarinnar þegar svona er talað til kjósenda hennar á landsbyggðinni? Er forystan sammála frambjóðandanum?

Föstudagur 07.11 2014 - 18:05

Framsókn og flugvöllurinn – flokkurinn minn

Ég er stolt af því að tilheyra einum elsta stjórnmálaflokki Íslands, að vinna með fólki sem er málsvari allskonar radda í öllu þjóðfélaginu, í öllum landshlutum. Fólki sem er víðsýnt og leggur áherslu á blandað hagkerfi einkareksturs, samvinnureksturs og opinbers reksturs á sem skynsamlegstan máta, því það trúir því að slík hugsun tryggi hagsæld í […]

Þriðjudagur 04.11 2014 - 17:49

Snúinn bransi

Í borgarstjórn gleðst formaður borgarráðs, S. Björn Blöndal, yfir hækkandi fasteignaverði í Reykjavík og  segir að kaup og sala fasteigna sé snúinn bransi.  Einhverjir kunna að taka undir með honum.  Mér hefur reyndar fundist formaður borgarráðs hafa átt frekar auðvelt með að átta sig á hlutunum og því er miður að þessi tegund viðskipta vefjist […]

Sunnudagur 28.09 2014 - 15:15

Dagur byggir í Bryggjuhverfinu

Nú hefur verið samþykkt af borgarráði að setja í auglýsingu deiliskipulag fyrir nýjan hluta af Bryggjuhverfinu.  http://reykjavik.is/frettir/annar-afangi-bryggjuhverfis-ad-fara-i-gang Þar eiga að rísa 185 íbúðir. Byggingarverktakinn er sá sami og í Stakkholti. http://stakkholt.is.  Þar eru 80 fm íbúðir á yfir 32 milljónir.  Ekki beint ódýrustu íbúðirnar í bænum enda sagði aðeins í stefnuyfirlýsingu Samfylkingarinnar fyrir kosningar: „Við ætlum […]

Laugardagur 13.09 2014 - 16:54

Íbúa(ó)lýðræði

Ég man vel þegar ég vandi komur mínar í Miðtúnið hér í borg á árum áður og húsráðandi sagði mér í hvert skipti frá fyrirhugðum breytingum á byggðinni í kring og þá sérstaklega Borgartúninu.  Ekki náði ímyndunarafl mitt að mynda í huganum þá ásýnd sem nú er á þessu svæði.  Byggingar í Borgartúni, Sóltúni og […]

Mánudagur 08.09 2014 - 11:20

Pant kaupa fasteign !

Meirihlutanum í Reykjavík finnst nákvæmlega ekkert athugavert við að samþykkja kauptilboð í fasteignir á eftirsóttasta stað borgarinnar og taka ákvörðun um „ásættanlegt“ verð á grundvelli 15 mánaða gamalla verðmata. Borgarstjórinn kom kokhraustur í viðtal í kvöldfréttum RÚV 2. september síðast liðinn og sagði að það hafi verið leitað eftir mati tveggja reyndra fasteignasala um hvað […]

Föstudagur 10.05 2013 - 12:30

Útileikir með börnunum okkar

Mér hefur lengi fundist aðgengi barna að foreldrum sínum vera alltof lítið, ljái mér hver sem vill. Það eru endalaus átök í gangi um að hjóla í vinnuna, brennó fyrir fullorðna, gönguhópar í vinnunni og svo mætti lengi telja sem er allt gott og blessað, en því miður er það þannig að alltof margir hafa […]

Miðvikudagur 24.04 2013 - 10:04

Ert þú þolinmóði skuldarinn?

Við í Framsóknarflokknum erum stolt af því öfluga starfi sem við höfum unnið síðastliðin misseri við að móta stefnu flokksins okkar sem byggð hefur verið á mikilli greiningarvinnu og aðkomu fjölda fólks og sérfræðinga til að leita leiða til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag.  Við höfum sett okkur skýrar siðareglur og tekist á við þann fortíðarvanda […]

Höfundur

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir
Borgarfulltrúi og oddviti Borgarinnar okkar Reykjavík, sem býður fram í næstu borgarstjórnarkosningum.  Lögfræðingur að mennt.  Eflist við allt mótlæti.
RSS straumur: RSS straumur