Viðvarandi lóðarskortur er staðreynd í Reykjavík. Hann hefur valdið þeim hækkunum fasteignaverðs í borginni, sem aldrei hafa sést áður, þrátt fyrir að oft hafi komið hækkunartímabil. Um er að kenna þrákelknislegri stefnu um þéttingu byggðar sem byggir á þeirri óraunhæfu framtíðarsýn núverandi meirihluta að í borginni sé aðeins aukning á ríkum Reykvíkingum sem hafa efni […]
Vill fólk búa hér í Reykjavík? – já – vill það búa í miðbæ Reykjavík? – já Getur fólk búið hér í Reykjavík? – einhverjir já, ekki allir. – getur ungt fólk búið í miðbæ Reykjavíkur? – nei, sárafáir. Það að vilja gera eitthvað er ekki það sama og raunverulega að gera eitthvað. Unga […]
Þann 9. október, fyrir tveimur mánuðum síðan, lögðu Framsókn og flugvallarvinir fram eftirfarandi fyrirspurn í borgarráði: “Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: Upplýsinga er óskað um hvaða lóðir eru í eigu Reykjavíkurborgar vestan Elliðaáa, sem eru byggingarhæfar nú, eða á næstu 6 mánuðum, sem ekki hefur verið ráðstafað til byggingaraðila.”, sbr. fundargerð 9. okt. […]
Frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík talar niður til þess hluta þjóðarinnar sem býr ekki á höfuðborgarsvæðinu. Frambjóðandinn talar um frekjuna í hyskinu af landsbyggðinni. Þetta hyski heimti að fá að stjórna nærumhverfi þeirra sem búi á höfuðborgarsvæðinu. Hverju svarar forysta Samfylkingarinnar þegar svona er talað til kjósenda hennar á landsbyggðinni? Er forystan sammála frambjóðandanum?
Ég er stolt af því að tilheyra einum elsta stjórnmálaflokki Íslands, að vinna með fólki sem er málsvari allskonar radda í öllu þjóðfélaginu, í öllum landshlutum. Fólki sem er víðsýnt og leggur áherslu á blandað hagkerfi einkareksturs, samvinnureksturs og opinbers reksturs á sem skynsamlegstan máta, því það trúir því að slík hugsun tryggi hagsæld í […]