Þeir sem hafa komið nálægt rekstri fyrirtækja gera sér grein fyrir mikilvægi þess að allar ákvarðanir um fjárfestingar og útgjöld séu vel ígrundaðar. Rangar ákvarðanir geta verið dýrkeyptar og komið í veg fyrir vöxt og viðgang fyrirtækisins. Hið sama á við um ákvarðanir í rekstri sveitarfélaga. Það hefur því reynst mörgu sveitarfélaginu happadrjúgt þegar sá sem stendur […]
Það er mikilvægt fyrir unga kjósendur að gera sér grein fyrir þessu. Í framtíðinni þarf fleiri krónur frá ykkur til að borga skuldirnar sem Dagur B. Eggertsson safnar í dag. Það er því þörf á „Soffíu frænku“ í borgarstjórn.
Viðvarandi lóðarskortur er staðreynd í Reykjavík. Hann hefur valdið þeim hækkunum fasteignaverðs í borginni, sem aldrei hafa sést áður, þrátt fyrir að oft hafi komið hækkunartímabil. Um er að kenna þrákelknislegri stefnu um þéttingu byggðar sem byggir á þeirri óraunhæfu framtíðarsýn núverandi meirihluta að í borginni sé aðeins aukning á ríkum Reykvíkingum sem hafa efni […]
Vill fólk búa hér í Reykjavík? – já – vill það búa í miðbæ Reykjavík? – já Getur fólk búið hér í Reykjavík? – einhverjir já, ekki allir. – getur ungt fólk búið í miðbæ Reykjavíkur? – nei, sárafáir. Það að vilja gera eitthvað er ekki það sama og raunverulega að gera eitthvað. Unga […]
Verkfælni meirihluta Samfylkingar, Bjartar Framtíðar, Vinstri grænna og Pírata í borginni er staðreynd. Þessi meirihluti er líka sérstaklega ákvarðanatökufælinn eins og stofnun fjölda verkhópa og starfshópa er til vitnis um. Þeim leiðist óskaplega að afgreiða tillögur frá okkur í minnihlutanum. Þeir hafa hvorki kjark né þor til að hafna þeim né samþykkja. Því velkjast tillögurnar […]
Þann 9. október, fyrir tveimur mánuðum síðan, lögðu Framsókn og flugvallarvinir fram eftirfarandi fyrirspurn í borgarráði: “Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: Upplýsinga er óskað um hvaða lóðir eru í eigu Reykjavíkurborgar vestan Elliðaáa, sem eru byggingarhæfar nú, eða á næstu 6 mánuðum, sem ekki hefur verið ráðstafað til byggingaraðila.”, sbr. fundargerð 9. okt. […]
Það hefur óneitanlega vakið athygli mína að borgarfulltrúar meirihlutans hafa ávallt kosið eftir línunni og hvergi hefur mátt sjá nokkra misbresti í atkvæðagreiðslunum. Foringjanum hefur verið hlýtt í hvívetna. Nú brást foringjanum hins vegar að halda hjörð sinni saman, því þau undur og stórmerki gerðust í umhverfis- og skipulagsráði á miðvikudaginn sl, sbr. þessa fundargerð: Fundargerð […]
Frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík talar niður til þess hluta þjóðarinnar sem býr ekki á höfuðborgarsvæðinu. Frambjóðandinn talar um frekjuna í hyskinu af landsbyggðinni. Þetta hyski heimti að fá að stjórna nærumhverfi þeirra sem búi á höfuðborgarsvæðinu. Hverju svarar forysta Samfylkingarinnar þegar svona er talað til kjósenda hennar á landsbyggðinni? Er forystan sammála frambjóðandanum?