Miðvikudagur 23.05.2018 - 10:55 - Rita ummæli

Flugvöllurinn verður áfram í Vatnsmýrinni

Miðflokkurinn svo og 75% þjóðarinnar vill að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni og verði tafarlaust endurbættur til að þjóna betur innanlandsflugi og sem varaflugvöllur millilandaflugs því hann getur núna tekið á móti 24 þotum í neyðartilvikum. Þá verða lendingarbrautir lagfærðar og neyðarbrautin tekin í aftur í notkun.

Þessi tillaga núverandi meirihluta í Reykjavík í samgöngumálum ganga út frá að nýr flugvöllurinn verði fjármagnaðar í samgönguáætlun ríkissjóðs en ekki af útsvarsgreiðslum Reykvíkinga. Landsmenn allir eiga sem sagt að taka á sig fjármögnun þessa dýra samgöngugæluverkefnis en ekki má gleyma að Reykvíkingar greiða einnig skatta í ríkissjóð.

Það er alveg ljóst að það er ekki áhugi á Alþingi Íslendinga fyrir þessu óskynsamlega samgöngugæluverkefni Dags B. Eggertssonar borgarstjóra því það er tugur annarra samgönguverkefna sem eru meir aðkallandi um land allt eins og lagning og viðhald vega, fækkun einbreiðra brúa, jarðgöng eins og Sundagöng. Í flugmálum eru einnig meir aðkallandi verkefni tengd öryggismálum eins og viðhald og stækkun flugvalla á Akureyri og Egilstöðum vegna alþjóðlegra flugsamgangna og til að þjóna sem varaflugvellir millilandaflugs með nútíma GPS staðsetningar- og lendingarkerfum, stækkun flughlaða fyrir fleirri og stærri vélar svo og lengingu og fjölgun flugbrauta. Einnig lagfæring minni flugvalla um land allt vegna sjúkra- og útsýnisflugs. Þá er bygging samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll á áætlun.

Ofannefnt 200 milljarða samgöngugæluverkefni núverandi meirihluta Reykjavíkurborgar er því óskynsamlegt, óraunhæft og ofloforð í aðdraganda borgarstjórnarkosninga.

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson
3. sæti í Reykjavík fyrir Miðflokkinn

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og tveimur? Svar:

Höfundur

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er fæddur 2. maí 1971 í Reykjavík. Hann starfaði í mörg ár sem varðstjóri og sérfræðingur í áfallahjálp hjá Neyðarlínunni og er einn af þeim sem mótuðu framtíð Neyðarlínunnar. Í dag er hann markþjálfi og athafnamaður til ýmissa verka sem reynsla hans nýtist í. Meðal félags- og trúnaðarstarfa sem að Sveinn Hjörtur gegnir eru að vera fulltrúi í Hverfisráði Breiðholts, vera í Heimaleikjaráði handknattleiksdeildar ÍR, í stjórn Foreldrafélags Hólabrekkuskóla ásamt því að sinna sjálfboðavinnu og vera í stjórn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, en með því er Sveinn Hjörtur fyrsti karlmaðurinn sem gerir það. Sveinn Hjörtur hefur einnig setið í Mannréttindaráði Reykjavíkur og Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.
Sveinn Hjörtur er einn af stofnendum Miðflokksins og skipar 3. sæti hjá Miðflokknum í Reykjavík í komandi sveitastjórnarkosningum.
Sveinn Hjörtur flutti í Breiðholt árið 1979 og hefur látið sig hverfið varða með ýmsum hætti og var m.a. tilnefndur sem einn af hverfishetjum Breiðholts fyrir vinnu sína er viðkemur hverfarölti ásamt samvinnu foreldra og íbúa í hverfinu. Sveinn Hjörtur er einhleypur og á þrjú börn sem eru í grunnskólum í Breiðholti. Sveinn er þekktur fyrir léttleika og þegar kemur að hverfinu þá er metnaður hans mikill. Áhugamál mál hans eru fluguveiði, ljóðagerð og lestur, mótorhjól, tónlist og handbolti.
RSS straumur: RSS straumur

Flokkar