Sunnudagur 03.06.2018 - 11:53 - Rita ummæli

TAKK KSÍ – VIÐ ERUM Í SAMA LIÐINU!

Ísland mætti Noregi á Laugardalsvelli í fyrri æfingaleik Íslands fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar. Þegar leikmenn gengu inn á völlinn „leiddu þeir inn á“ eins og það er kallað, en í því hlutverki eru oftast nær börn.

Það er mikil upphefð fyrir börn að fá þann heiður að koma með inná völlinn.

Einhver umræða hefur verið um það að fötluð börn hafi verið beðin um að leiða. Í fyrsta lagi átta ég mig ekki hvers vegna það sé yfir höfuð einhverjar vangaveltur um það.

Fötluð börn búa við mismunun, sem samfélgið er sem betur fer að brjóta niður múra þess. Í öllum þáttum lífsins berjumst við fyrir börnin okkar að þau hafi sömu lífsgæði og önnur börn. Fyrir okkur er baráttan oft harðari. Ein af hindrunum samfélagsins eru fordómar og fáfræði.

KSÍ og leikmenn landsliðsins hafa brotið niður mikinn vegg með því að fara út fyrir rammann og breyta til, fara úr fastmótuðu formi lífsins. Þessu fagna ég mikið því við erum öll í sama liðinu.

Ég vona jafnframt að við sem samfélag höldum áfram að breyta, bæta, og fara óhefðbundnar leiðir hvernig sem staða okkar er í lífinu.

Ég hvet íþróttafólk, félög og leikmenn að fara oftar út fyrir rammann. Mörg þeirra hafa þegar gert það. Bestu þakkir til KSÍ og landsliðsins.

Áfram Ísland…áfram við!
🇮🇸

Undirritaður er 2 varaborgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík og situr í aðalstjórn ÍR.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og sex? Svar:

Höfundur

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson er fæddur 2. maí 1971 í Reykjavík. Hann starfaði í mörg ár sem varðstjóri og sérfræðingur í áfallahjálp hjá Neyðarlínunni og er einn af þeim sem mótuðu framtíð Neyðarlínunnar. Í dag er hann markþjálfi og athafnamaður til ýmissa verka sem reynsla hans nýtist í. Meðal félags- og trúnaðarstarfa sem að Sveinn Hjörtur gegnir eru að vera fulltrúi í Hverfisráði Breiðholts, vera í Heimaleikjaráði handknattleiksdeildar ÍR, í stjórn Foreldrafélags Hólabrekkuskóla ásamt því að sinna sjálfboðavinnu og vera í stjórn Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, en með því er Sveinn Hjörtur fyrsti karlmaðurinn sem gerir það. Sveinn Hjörtur hefur einnig setið í Mannréttindaráði Reykjavíkur og Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur.
Sveinn Hjörtur er einn af stofnendum Miðflokksins og skipar 3. sæti hjá Miðflokknum í Reykjavík í komandi sveitastjórnarkosningum.
Sveinn Hjörtur flutti í Breiðholt árið 1979 og hefur látið sig hverfið varða með ýmsum hætti og var m.a. tilnefndur sem einn af hverfishetjum Breiðholts fyrir vinnu sína er viðkemur hverfarölti ásamt samvinnu foreldra og íbúa í hverfinu. Sveinn Hjörtur er einhleypur og á þrjú börn sem eru í grunnskólum í Breiðholti. Sveinn er þekktur fyrir léttleika og þegar kemur að hverfinu þá er metnaður hans mikill. Áhugamál mál hans eru fluguveiði, ljóðagerð og lestur, mótorhjól, tónlist og handbolti.
RSS straumur: RSS straumur

Flokkar